Gjaldeyrishöftin hert í bili Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 08:15 Frá þingfundi í gær. Vísir/Stefán Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12