Ráðherra vill meira frelsi á leigubílamarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júlí 2015 07:00 Ólöf Nordal vísir/ernir „Mér finnst æskilegt að huga að því hvort það sé ekki hægt að auka frelsi á þessum markaði. Ég er talsmaður þess en hef þó ekki tekið neina ákvörðun,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra um leigubílamarkaðinn. Fyrr á árinu var greint frá því að nýsköpunarfyrirtækið Uber hefði safnað nægilega mörgum undirskriftum til þess að hefja þjónustu sína í Reykjavík. Engin beiðni þess efnis hefur þó borist Samgöngustofu. Uber er snjallsímaforrit sem býður upp á óhefðbundna leigubílaþjónustu. Setji snjallsímaeigendur upp Uber-appið geta þeir fundið næsta bílstjóra og sýnir appið hversu langt er í hann. Greiðsla fer svo fram í gegnum appið. „Ég hef fylgst með Uber-flæðinu í útlöndum og er hrifin af því. Ég er þó ekki komin neitt af stað með að skoða það og veit ekki hvort það verði gert,“ segir Ólöf og bætir við að reglur á leigubílamarkaði á Íslandi séu mjög stífar. Verðið á Uber-þjónustu hefur reynst lægra en á hefðbundinni leigubílaþjónustu. Fyrirtækið starfrækir þjónustu sína í 250 borgum og hefur vaxið hratt að undanförnu. „Þetta er nýtt fyrirbæri sem mér finnst sjálfsagt að skoða,“ segir Ólöf sem lagði fram frumvarp á Alþingi fyrr á árinu um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Það náði ekki fram að ganga. „Það frumvarp tók ekki á þessu en við munum endurskoða frumvarpið á næstunni,“ segir Ólöf sem útilokar ekki að hún muni skoða hvort ástæða sé til að auka frelsi á umræddum markaði. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Mér finnst æskilegt að huga að því hvort það sé ekki hægt að auka frelsi á þessum markaði. Ég er talsmaður þess en hef þó ekki tekið neina ákvörðun,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra um leigubílamarkaðinn. Fyrr á árinu var greint frá því að nýsköpunarfyrirtækið Uber hefði safnað nægilega mörgum undirskriftum til þess að hefja þjónustu sína í Reykjavík. Engin beiðni þess efnis hefur þó borist Samgöngustofu. Uber er snjallsímaforrit sem býður upp á óhefðbundna leigubílaþjónustu. Setji snjallsímaeigendur upp Uber-appið geta þeir fundið næsta bílstjóra og sýnir appið hversu langt er í hann. Greiðsla fer svo fram í gegnum appið. „Ég hef fylgst með Uber-flæðinu í útlöndum og er hrifin af því. Ég er þó ekki komin neitt af stað með að skoða það og veit ekki hvort það verði gert,“ segir Ólöf og bætir við að reglur á leigubílamarkaði á Íslandi séu mjög stífar. Verðið á Uber-þjónustu hefur reynst lægra en á hefðbundinni leigubílaþjónustu. Fyrirtækið starfrækir þjónustu sína í 250 borgum og hefur vaxið hratt að undanförnu. „Þetta er nýtt fyrirbæri sem mér finnst sjálfsagt að skoða,“ segir Ólöf sem lagði fram frumvarp á Alþingi fyrr á árinu um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Það náði ekki fram að ganga. „Það frumvarp tók ekki á þessu en við munum endurskoða frumvarpið á næstunni,“ segir Ólöf sem útilokar ekki að hún muni skoða hvort ástæða sé til að auka frelsi á umræddum markaði.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira