Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Þingmenn voru léttir á brún fyrir fund utanríkismálanefndar í gær áður en alvarlegu málefnin tóku við. vísir/vilhelm „Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“ Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira