Fréttir af Error 53 byggðar á misskilningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2016 14:54 Tómas Kristjánson, framkvæmdastjóri iSímans, segir að fréttir af Error 53 villumeldingunni í iPhone 6 séu á misskilningi byggðar. Vísir/Getty Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas. Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas.
Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28