Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:38 Gary Martin var ekki sáttur með Valdimar Pálsson. vísir/stefán Gary Martin og félagar hans í Víkingi eru enn án sigurs eftir þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 1-0, á Kópavogsvellinum í kvöld í lokaleik þriðju umferðar. Víkingar misstu mann af velli á 39. mínútu þegar fyrirliðinn Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. Kvöldið var ansi erfitt fyrir Fossvogsliðið eftir það, marki undir. "Þetta var meira en pirrandi. Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík. Þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum," sagði Gary við Vísi eftir leik.Sjá einnig:Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann "Við skoruðum löglegt mark á móti KR og annað á móti Stjörnunni. Svo er ég tekinn niður í kvöld þegar ég er kominn í gegn en ekkert dæmt." "Ég ætla ekki að kenna dómaranum um að við unnum ekki leikinn því hann skoraði ekki markið fyrir Breiðablik, hann klúðraði ekki af tveggja metra færi fyrir okkur. Stóru liðin fá samt alltaf dómana með sér og þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum. Mér líður illa fyrir hönd liðsfélaga minna því þeir lögðu sig alla fram," sagði Gary. Víkingar eru aðeins búnir að skora eitt mark í þremur leikjum og Gary er ekki kominn á blað. Hann er samt ekki sammála því að byrjunin hafi verið erfið hjá Víkingum. "Þetta hefur ekki verið erfitt. Við áttum að vinna KR tvö eða þrjú núll. Við skoruðum löglegt mark þar og yfirspiluðum svo Stjörnuna í fyrri hálfleik og áttum að vera þrjú núll yfir. Í kvöld áttum við að skora tvö áður en Breiðablik skorar," sagði hann. "Við verðum að líta í eigin barm. Milos leggur leikinn fullkomlega upp og við vitum algjörlega hvernig allir eiga að spila. Við eigum að skora á undan Blikum í kvöld en gerum það ekki. Það eru bestu liðin sem vinna deildina sem nýta færin sín. Það er enginn munur á liðunum í þessari deild, þetta nýst bara um að nýta færin. Stjarnan skapaði sér eitt færi en vann okkur með smá töfrum fyrir utan teiginn." "Ég er ekki búinn að skora en ég lagði mig allan fram í kvöld og er ánægður með sjálfan mig," sagði Gary. Þrátt fyrir að vera aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki hefur Gary engar áhyggjur af framhaldinu hjá Víkingum sem ætla sér Evrópusæti í ár. "Ég hef engar áhyggjur. Við áttum að vinna KR og Stjörnuna en þar gerðum við mistök. Það þýðir ekkert bara að kenna Milos um það. Ein skipting tapar ekki leiknum," sagði Gary. "Við erum ekki búnir að vinna leik en við erum búnir að spila við þrjú bestu liðin og ættum að vera með sex stig. Nokkrar ákvarðanir hafa svo ekki fallið með okkur," sagði Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Gary Martin og félagar hans í Víkingi eru enn án sigurs eftir þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 1-0, á Kópavogsvellinum í kvöld í lokaleik þriðju umferðar. Víkingar misstu mann af velli á 39. mínútu þegar fyrirliðinn Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. Kvöldið var ansi erfitt fyrir Fossvogsliðið eftir það, marki undir. "Þetta var meira en pirrandi. Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík. Þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum," sagði Gary við Vísi eftir leik.Sjá einnig:Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann "Við skoruðum löglegt mark á móti KR og annað á móti Stjörnunni. Svo er ég tekinn niður í kvöld þegar ég er kominn í gegn en ekkert dæmt." "Ég ætla ekki að kenna dómaranum um að við unnum ekki leikinn því hann skoraði ekki markið fyrir Breiðablik, hann klúðraði ekki af tveggja metra færi fyrir okkur. Stóru liðin fá samt alltaf dómana með sér og þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum. Mér líður illa fyrir hönd liðsfélaga minna því þeir lögðu sig alla fram," sagði Gary. Víkingar eru aðeins búnir að skora eitt mark í þremur leikjum og Gary er ekki kominn á blað. Hann er samt ekki sammála því að byrjunin hafi verið erfið hjá Víkingum. "Þetta hefur ekki verið erfitt. Við áttum að vinna KR tvö eða þrjú núll. Við skoruðum löglegt mark þar og yfirspiluðum svo Stjörnuna í fyrri hálfleik og áttum að vera þrjú núll yfir. Í kvöld áttum við að skora tvö áður en Breiðablik skorar," sagði hann. "Við verðum að líta í eigin barm. Milos leggur leikinn fullkomlega upp og við vitum algjörlega hvernig allir eiga að spila. Við eigum að skora á undan Blikum í kvöld en gerum það ekki. Það eru bestu liðin sem vinna deildina sem nýta færin sín. Það er enginn munur á liðunum í þessari deild, þetta nýst bara um að nýta færin. Stjarnan skapaði sér eitt færi en vann okkur með smá töfrum fyrir utan teiginn." "Ég er ekki búinn að skora en ég lagði mig allan fram í kvöld og er ánægður með sjálfan mig," sagði Gary. Þrátt fyrir að vera aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki hefur Gary engar áhyggjur af framhaldinu hjá Víkingum sem ætla sér Evrópusæti í ár. "Ég hef engar áhyggjur. Við áttum að vinna KR og Stjörnuna en þar gerðum við mistök. Það þýðir ekkert bara að kenna Milos um það. Ein skipting tapar ekki leiknum," sagði Gary. "Við erum ekki búnir að vinna leik en við erum búnir að spila við þrjú bestu liðin og ættum að vera með sex stig. Nokkrar ákvarðanir hafa svo ekki fallið með okkur," sagði Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15