„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum.
Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira