Ólöf Nordal hissa á skorti á kynjablöndun á EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 15:48 Það kom innanríkisráðherra fullkomlega á óvart að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir til Frakklands. Vísir/Vilhelm Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25
Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00
Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44