Kostar 34 milljarða að kaupa upp nýja samninginn hans Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2016 17:00 Neymar fagnar marki með Barcelona. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Barcelona og mun nýi samningurinn hans ná til 30. júní 2021. Neymar hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Barcelona en hann kom þangað frá brasilíska félaginu Santos. Á þessum þremur tímabilum með Barcelona hefur Neymar skorað 85 mörk fyrir félagið og unnið alls átta titla. Eins og venjan er með fótboltamenn á Spáni þá er alltaf klausa í samningi þeirra sem gefur öðrum félögum kost á því að kaupa upp samninginn. Í tilfelli Neymar eru það engar smá upphæðir. Það er hægt að kaupa nýja samninginn hans fyrir 200 milljónir evra á fyrsta ári, 222 milljónir evra á öðru ári og svo fyrir 250 milljónir evra á þremur síðustu árum hans. 250 milljónir evra eru 34 milljarðar í íslenskum krónum. Neymar hefur staðið sig vel með Börsungum. Hann skorað 15 mörk á fyrsta tímabilinu, 39 mörk á öðru tímabili sínu og svo 31 mark á síðasta tímabili. Hann hefur skorað þessi 85 mörk í 140 leikjum. Neymar hefur unnið spænsku deildina tvisvar, spænska bikarinn tvisvar auk þess að vinna bæði Meistaradeildina og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Næst á dagskrá hjá Neymar er að hjálpa brasilíska landsliðinu að vinna gull á Ólympíuleikunum á heimavelli en leikarnir fara fram í Ríó í ágúst.[OFFICIAL ANNOUNCEMENT] @NeymarJr will continue at @FCBarcelona until 2021 #Neymar2021 https://t.co/kuQEY9CDiE pic.twitter.com/ASxjzWZfAa— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2016 [INFOGRAPHIC] @neymarjr's three seasons, by the numbers #Neymar2021 pic.twitter.com/jcohwpjZUr— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2016 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Barcelona og mun nýi samningurinn hans ná til 30. júní 2021. Neymar hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Barcelona en hann kom þangað frá brasilíska félaginu Santos. Á þessum þremur tímabilum með Barcelona hefur Neymar skorað 85 mörk fyrir félagið og unnið alls átta titla. Eins og venjan er með fótboltamenn á Spáni þá er alltaf klausa í samningi þeirra sem gefur öðrum félögum kost á því að kaupa upp samninginn. Í tilfelli Neymar eru það engar smá upphæðir. Það er hægt að kaupa nýja samninginn hans fyrir 200 milljónir evra á fyrsta ári, 222 milljónir evra á öðru ári og svo fyrir 250 milljónir evra á þremur síðustu árum hans. 250 milljónir evra eru 34 milljarðar í íslenskum krónum. Neymar hefur staðið sig vel með Börsungum. Hann skorað 15 mörk á fyrsta tímabilinu, 39 mörk á öðru tímabili sínu og svo 31 mark á síðasta tímabili. Hann hefur skorað þessi 85 mörk í 140 leikjum. Neymar hefur unnið spænsku deildina tvisvar, spænska bikarinn tvisvar auk þess að vinna bæði Meistaradeildina og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Næst á dagskrá hjá Neymar er að hjálpa brasilíska landsliðinu að vinna gull á Ólympíuleikunum á heimavelli en leikarnir fara fram í Ríó í ágúst.[OFFICIAL ANNOUNCEMENT] @NeymarJr will continue at @FCBarcelona until 2021 #Neymar2021 https://t.co/kuQEY9CDiE pic.twitter.com/ASxjzWZfAa— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2016 [INFOGRAPHIC] @neymarjr's three seasons, by the numbers #Neymar2021 pic.twitter.com/jcohwpjZUr— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2016
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira