Er það ekki kynlegt...? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 10:15 "Það er engin ástæða til að draga inn árar þó aldurinn færist yfir” segir Sigurður. Vísir/Stefán Það er nú ekki hægt annað en gleðjast yfir því að fá að eiga svona mörg afmæli og alveg sjálfsagt að fagna því,“ segir Sigurður Skúlason leikari spurður hvernig það sé að verða sjötugur í dag. Hann heldur upp á tímamótin með útgáfu hljómdisks þar sem hann flytur ljóð, sonnettur, eintöl, smásögu og fáeina söngva sem hann kveðst raula með sínu nefi. „Ég er ekki söngvari svo það út af fyrir sig er bara fífldirfska, en lífið er ófyrirsjáanlegt og fullt af alls konar hliðarsporum og hjáleiðum og það er nú það skemmtilega við þetta allt saman og engin ástæða til að draga inn árar þó aldurinn færist yfir.” Diskurinn heitir svo húmar að með ást og á umslaginu er mynd af manni sitjandi á bekk við sjóinn að horfa á sólarlagið. Sigurður segir myndina og titilinn haldast í hendur við aldursskeiðið og það sem er að gerast. Hann hefur séð um útgáfuna að öllu leyti sjálfur og kveðst hafa varið í það talsverðum tíma undanfarna mánuði. „Annars starfa ég um þessar mundir sem afgreiðslumaður í versluninni Bútabæ, sem Guðrún, kærastan mín, rekur. Þar er maður að beita kvarða og mæla fataefni, selja garn og lopa og fleira, sem segir bara að alltaf má breyta til og prófa nýja hluti. Ég var í Verslunarskólanum fyrir meira en 50 árum og kannski er maður fyrst núna að beita einhverri af þeirri þekkingu sem maður meðtók þá.“ Var hann sem sagt ekki strax ákveðinn að verða leikari? „Jú, jú, það var einbeittur vilji og ákvörðun sem tók mig strax barn að aldri. Ég fór í Listdansskóla Þjóðleikhússins níu ára gamall með þá von í brjósti að komast á svið og það gekk strax eftir. Verslunarskólinn togaði í mig aðallega vegna þess að ég bjó í Þingholtunum, í næstu götu við skólann. Og á horninu á Grundarstíg og Skálholtsstíg var líka vinalegur kaupmaður sem hét Gunnar og mér fannst eitthvað heillandi við hugmyndina um kaupmanninn á horninu sem seldi nauðsynjavörur og átti í góðum samskiptum við fólkið í hverfinu. En leiklistin hafði yfirhöndina. Samhliða Versló var ég hjá Ævari Kvaran leikara einn undirbúningsvetur og síðan þrjú ár í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins.“ Inntur eftir eftirlætishlutverkum svarar Sigurður. „Það er ekki auðvelt að svara svona spurningu. Sum hlutverk hafa meiri vigt og áhrif en önnur, oftar er þetta þó spurning um verkið sjálft og leikstjórarnn og hópinn og andann í vinnunni. Þegar það allt smellur saman á jákvæðan, vekjandi hátt gerist það sem skiptir máli. En það sem ristir dýpst hvað mig snertir í leikhúsinu eru kynnin við William Shakespeare, við hugsun hans og anda. Hann er eins og djúpur brunnur sem stundum virðist alveg botnlaus. Þar talar maður af meiri innsæisskilningi en ég hef rekist á annars staðar. Og ég þreytist seint á að vitna í ýmis tilsvör hans úr leikritunum. Ein af mörgum uppáhaldstilvitnunum eru þessi orð Pána í Hinriki IV: „Er það ekki kynlegt, að girndin skuli lifa getuna svo mörg ár!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember 2016. Lífið Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Það er nú ekki hægt annað en gleðjast yfir því að fá að eiga svona mörg afmæli og alveg sjálfsagt að fagna því,“ segir Sigurður Skúlason leikari spurður hvernig það sé að verða sjötugur í dag. Hann heldur upp á tímamótin með útgáfu hljómdisks þar sem hann flytur ljóð, sonnettur, eintöl, smásögu og fáeina söngva sem hann kveðst raula með sínu nefi. „Ég er ekki söngvari svo það út af fyrir sig er bara fífldirfska, en lífið er ófyrirsjáanlegt og fullt af alls konar hliðarsporum og hjáleiðum og það er nú það skemmtilega við þetta allt saman og engin ástæða til að draga inn árar þó aldurinn færist yfir.” Diskurinn heitir svo húmar að með ást og á umslaginu er mynd af manni sitjandi á bekk við sjóinn að horfa á sólarlagið. Sigurður segir myndina og titilinn haldast í hendur við aldursskeiðið og það sem er að gerast. Hann hefur séð um útgáfuna að öllu leyti sjálfur og kveðst hafa varið í það talsverðum tíma undanfarna mánuði. „Annars starfa ég um þessar mundir sem afgreiðslumaður í versluninni Bútabæ, sem Guðrún, kærastan mín, rekur. Þar er maður að beita kvarða og mæla fataefni, selja garn og lopa og fleira, sem segir bara að alltaf má breyta til og prófa nýja hluti. Ég var í Verslunarskólanum fyrir meira en 50 árum og kannski er maður fyrst núna að beita einhverri af þeirri þekkingu sem maður meðtók þá.“ Var hann sem sagt ekki strax ákveðinn að verða leikari? „Jú, jú, það var einbeittur vilji og ákvörðun sem tók mig strax barn að aldri. Ég fór í Listdansskóla Þjóðleikhússins níu ára gamall með þá von í brjósti að komast á svið og það gekk strax eftir. Verslunarskólinn togaði í mig aðallega vegna þess að ég bjó í Þingholtunum, í næstu götu við skólann. Og á horninu á Grundarstíg og Skálholtsstíg var líka vinalegur kaupmaður sem hét Gunnar og mér fannst eitthvað heillandi við hugmyndina um kaupmanninn á horninu sem seldi nauðsynjavörur og átti í góðum samskiptum við fólkið í hverfinu. En leiklistin hafði yfirhöndina. Samhliða Versló var ég hjá Ævari Kvaran leikara einn undirbúningsvetur og síðan þrjú ár í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins.“ Inntur eftir eftirlætishlutverkum svarar Sigurður. „Það er ekki auðvelt að svara svona spurningu. Sum hlutverk hafa meiri vigt og áhrif en önnur, oftar er þetta þó spurning um verkið sjálft og leikstjórarnn og hópinn og andann í vinnunni. Þegar það allt smellur saman á jákvæðan, vekjandi hátt gerist það sem skiptir máli. En það sem ristir dýpst hvað mig snertir í leikhúsinu eru kynnin við William Shakespeare, við hugsun hans og anda. Hann er eins og djúpur brunnur sem stundum virðist alveg botnlaus. Þar talar maður af meiri innsæisskilningi en ég hef rekist á annars staðar. Og ég þreytist seint á að vitna í ýmis tilsvör hans úr leikritunum. Ein af mörgum uppáhaldstilvitnunum eru þessi orð Pána í Hinriki IV: „Er það ekki kynlegt, að girndin skuli lifa getuna svo mörg ár!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember 2016.
Lífið Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira