Kyrie Irving með fjóra „varamenn“ í Stjörnuleiknum | Svona eru liðin í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 09:30 Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira