Golden State aftur á sigurbraut | Korver með átta þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 07:30 Korver fagnar með Tristan Thompson í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira