Jórunn Viðar er látin Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2017 22:15 Jórunn var sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951). Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951).
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira