Magic Johnson orðinn aðalmaðurinn hjá Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2017 08:42 Magic Johnson. Vísir/Getty Það var stór tiltektardagur hjá Los Angeles Lakers í gær. Magic Johnson var þá ráðinn forseti félagsins en bæði framkvæmdastjórinn og varaforsetinn voru reknir. Magic Johnson var kominn til starfa hjá Lakers fyrir nokkrum vikum og hann var fljótur að fá stöðuhækkun. Nú er hann orðinn aðalmaðurinn hjá Lakers og á hans ábyrgð að rífa liðið upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í undanfarin ár. Það er ekki bara að Magic fá stjórnina heldur voru þeir sem stýrðu á undan honum hreinlega reknir um leið. ESPN sagði meðal annars frá. Mitch Kupchak var búinn að vera í 30 ár með Lakers, fyrst sem leikmaður en hann hafði verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 17 ár. Jim Buss vann í 19 ár fyrir félagið þar af var hann búinn að vera varaforseti í tólf ár. Það var systir hans, Jeanie Buss, sem rak bróður sinn. Los Angeles Lakers hefur misst af úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil og sigurhlutfall liðsins undanfarin fjögur ár er aðeins 27,6 prósent. Það er aðeins Phildelphia 76ers sem er með verra sigurhlutfall á þessum tíma. Lakers er eins og er með þriðja versta sigurhlutfallið í NBA á þessu tímabili og það er fátt sem kemur í veg fyrir að liðið missi af úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Magic Johnson var andlit Los Angeles Lakers í meira en áratug og varð fimmfaldur meistari með liðinu. Hann hefur komið aftur og aftur til félagsins eftir að hann lagði skóna óvænt á hilluna haustið 1991 eftir að hafa greinst með HIV-veiruna. Nú bíða stuðningsmenn Lakers-liðsins spenntir eftir því hvað gerist í framhaldinu. Magic var mikill sigurvegari sem leikmaður og óhræddur við að fara eigin leiðir innan sem utan vallar. Hann segist ætla að taka áhættu enda veit hann að það þarf eitthvað mikið gott að gerast ætli Lakers að komast aftur í hóp bestu liða NBA-deildarinnar. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Það var stór tiltektardagur hjá Los Angeles Lakers í gær. Magic Johnson var þá ráðinn forseti félagsins en bæði framkvæmdastjórinn og varaforsetinn voru reknir. Magic Johnson var kominn til starfa hjá Lakers fyrir nokkrum vikum og hann var fljótur að fá stöðuhækkun. Nú er hann orðinn aðalmaðurinn hjá Lakers og á hans ábyrgð að rífa liðið upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í undanfarin ár. Það er ekki bara að Magic fá stjórnina heldur voru þeir sem stýrðu á undan honum hreinlega reknir um leið. ESPN sagði meðal annars frá. Mitch Kupchak var búinn að vera í 30 ár með Lakers, fyrst sem leikmaður en hann hafði verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 17 ár. Jim Buss vann í 19 ár fyrir félagið þar af var hann búinn að vera varaforseti í tólf ár. Það var systir hans, Jeanie Buss, sem rak bróður sinn. Los Angeles Lakers hefur misst af úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil og sigurhlutfall liðsins undanfarin fjögur ár er aðeins 27,6 prósent. Það er aðeins Phildelphia 76ers sem er með verra sigurhlutfall á þessum tíma. Lakers er eins og er með þriðja versta sigurhlutfallið í NBA á þessu tímabili og það er fátt sem kemur í veg fyrir að liðið missi af úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Magic Johnson var andlit Los Angeles Lakers í meira en áratug og varð fimmfaldur meistari með liðinu. Hann hefur komið aftur og aftur til félagsins eftir að hann lagði skóna óvænt á hilluna haustið 1991 eftir að hafa greinst með HIV-veiruna. Nú bíða stuðningsmenn Lakers-liðsins spenntir eftir því hvað gerist í framhaldinu. Magic var mikill sigurvegari sem leikmaður og óhræddur við að fara eigin leiðir innan sem utan vallar. Hann segist ætla að taka áhættu enda veit hann að það þarf eitthvað mikið gott að gerast ætli Lakers að komast aftur í hóp bestu liða NBA-deildarinnar.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira