Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 32-30 | Eyjamenn áfram á sigurbraut á nýja árinu Gabríel Sighvatsson skrifar 2. mars 2017 20:00 Eyjamenn eru áfram taplausir á árinu 2017 eftir tveggja marka sigur á Gróttu í Eyjum í kvöld, 32-30. Eyjamenn hafa þar með unnið þrjá sigra og gert eitt jafntefli í fjórum fyrstu deildarleikjum sínum á árinu 2017. Sigurbergur Sveinsson var markahæstur hjá ÍBV með tíu mörk og Theodór Sigurbjörnsson skoraði átta mörk. Finnur Ingi Stefánsson skoraði níu mörk fyrir Gróttu. Upphafsmínúturnar lofuðu mjög góðu fyrir heimamenn. Sigurbergur Sveinsson átti stórgóðan fyrri hálfleik og skoraði til að mynda fyrstu fimm mörk Eyjamanna. Þeir voru mikið betri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar og voru lengst af með nokkurra marka forystu. ÍBV hefði í raun getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en slæmur lokakafli ásamt vafasamri dómgæslu varð þess valdandi að það voru gestirnir sem náðu að snúa taflinu sér í vil og voru yfir með einu marki í hálfleik. Seinni hálfleikur var æsispennandi og liðin skiptust mikið á forystunni. Að lokum voru það Eyjamenn sem reyndust sterkari aðilinn og fóru að lokum með sigur af hólmi og eru því með 100% sigurhlutfall gegn Gróttu í ár. Ótrúlega kaflaskiptur leikur en markvarslan varð Gróttu klárlega að falli í dag. 8 skot varin á móti ÍBV á útivelli er einfaldlega ekki nógu gott. Stephen Nielsen og Kolbeinn Aron Arnarsson hjá Eyjamönnum voru hinsvegar með 33% vörslu hvor um sig. Sóknarleikur liðanna var í miklu stuði og fengu varnirnar að finna fyrir því. Lokatölur voru 32-30 og markahæstu leikmenn voru Sigurbergur Sveinsson með 10 mörk og Finnur Ingi Stefánsson með 9 mörk. Góð mæting var að venju í Íþróttamiðstöðinni en á tíðum var eins og ekki væri sála á staðnum. Í byrjuna hálfleikjanna mátti heyra saumnál detta og það var eins og Eyjamenn fyndu það á sér en á tímum mátti sjá andleysi í leik þeirra. Þeir sýndu þó fagmennsku, sérstaklega í seinni hálfleik með því að sigla tveimur stigum í hús og þá með dyggri aðstoð stuðningsmanna sinna sem sýndu miklu meiri lit í lok seinni hálfleiks.Gunnar: Þeir eru með frábæra einstaklinga í öllum stöðum Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var vitanlega svekktur með úrslitin en gat verið nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna. „Það var margt gott í þessum leik og við vorum í raun óheppnir að fá ekkert út úr þessu,“ sagði Gunnar Andrésson eftir leikinn. „Við spiluðum sóknarleikinn mjög skynsamlega og gerðum ekki mikið af tæknifeilum. Í vörninni áttum við kannski undir högg að sækja, þeir voru komnir með 10 mörk eftir 15 mínútur. Það vantaði svolítið upp á markvörsluna hjá okkur í dag, vorum held ég með samtals 7 eða 8 varða bolta. Það er erfitt að vinna ÍBV á útivelli með svona markvörslu,“ sagði Gunnar. Markvarsla Gróttu í leiknum var alls ekki upp á sitt besta í dag. Engu að síður voru gestirnir yfir í hálfleik eftir mjög slæman lokakafla hjá ÍBV. „Við vorum með 2 varða bolta og klikkum á tveimur vítum í fyrri hálfleik þannig að það er í raun ótrúlegt að við höfum verið yfir í hálfleik sem segir það að við vorum samt að spila virkilega vel, það er margt jákvætt í þessu þó maður sé hundsvekktur að tapa,“ sagði Gunnar. Þá hrósaði hann einnig liði Eyjamanna og sagði að erfitt væri að verjast gegn svona góðum sóknarmönnum. „Þeir eru með frábæra einstaklinga í öllum stöðum og það er erfitt að eiga við þá og ef við þurfum að sækja á þá og fara út þá opnast svæði fyrir Kára á línunni. Þeir voru að fá mörk víða af í dag og það var mjög erfitt að verjast þessu,“ sagði Gunnar. Margir ungir strákar létu ljós sitt skína hjá gestunum í dag og voru þó nokkrir sem sátu líka á varamannabekk liðsins. „Klúbburinn þarf að hlúa vel að þessum strákum og ég er líka með unga stráka á bekknum sem spiluðu kannski ekki í dag. Hver leikur fer að verða virkilega mikilvægur, við eigum Selfoss heima á mánudag og við þurfum að setja hausinn í lag strax í kvöld.“ sagði Gunnar að lokum.Arnar: Beggi í lagi er besti leikmaðurinn í þessari deild Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var einnig ánægður með sitt lið eftir leikinn í dag. „Ég var mjög ánægður með spilamennskuna, þetta var flottur leikur gegn góðu Gróttu liði og við vorum mjög góðir í dag,“ sagði Arnar. ÍBV átti frábæran fyrri hálfleik fyrir utan síðustu 7 mínúturnar samkvæmt Arnari. „Fyrstu 23 mínúturnar í leiknum voru frábærar, þetta var með því besta sem við höfum sýnt í vetur og vonandi eitthvað sem við getum byggt ofan á. Við vorum frábærir bæði í vörn og sókn og það var í raun ótrúlegt að við skyldum ekki leiða eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar. „Mér fannst þessi lokakafli einkennast af værukærð hjá okkur, við fórum aðeins að slaka á, þeir gera reyndar alveg 4-5 mörk úr fráköstum þarna sem var svekkjandi og við vorum of lengi að svekkja okkur á því,“ sagði Arnar. Seinni hálfleikurinn var mikil skemmtun og buðu bæði lið upp á hörkuleik allt til enda. „Þetta hefði vel getað endað þeirra megin í kvöld,“ sagði Arnar. „Þeir voru flottir í seinni hálfleik, náðu að opna vörnina og nýttu færin vel og hirða öll fráköstin. Þetta er gott lið og vel þjálfað og þar af leiðandi er ég mjög ánægður að hafa klárað þetta,“ sagði Arnar. „Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild, öll liðin eru vel skipuð og vel þjálfuð og það eru allir punktar vel þegnir,“ sagði Arnar. Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði Eyjamanna og skoraði fyrstu fimm mörk ÍBV í leiknum, hvorki meira né minna! Arnar sparaði ekki stóru orðin í hans garð. „Beggi (Sigurbergur) er alltaf að komast í betra stand og hann sýndi það fyrstu mínútur þessa leiks hversu góður hann er. Beggi í lagi er besti leikmaðurinn í þessari deild, það er bara þannig,“ sagði Arnar. Lítið er eftir af leiktíðinni en hvernig sér Arnar fram á framhaldið hjá sínum mönnum á lokasprettinum? „Ég sé fram á svipaða leiki og í kvöld, þetta verða allt hörkuleikir, sum lið eru að berjast um að koma sér fyrir og önnur að komast í úrslitakeppnina, þannig að það er að miklu að keppa,“ sagði Arnar. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Eyjamenn eru áfram taplausir á árinu 2017 eftir tveggja marka sigur á Gróttu í Eyjum í kvöld, 32-30. Eyjamenn hafa þar með unnið þrjá sigra og gert eitt jafntefli í fjórum fyrstu deildarleikjum sínum á árinu 2017. Sigurbergur Sveinsson var markahæstur hjá ÍBV með tíu mörk og Theodór Sigurbjörnsson skoraði átta mörk. Finnur Ingi Stefánsson skoraði níu mörk fyrir Gróttu. Upphafsmínúturnar lofuðu mjög góðu fyrir heimamenn. Sigurbergur Sveinsson átti stórgóðan fyrri hálfleik og skoraði til að mynda fyrstu fimm mörk Eyjamanna. Þeir voru mikið betri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar og voru lengst af með nokkurra marka forystu. ÍBV hefði í raun getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en slæmur lokakafli ásamt vafasamri dómgæslu varð þess valdandi að það voru gestirnir sem náðu að snúa taflinu sér í vil og voru yfir með einu marki í hálfleik. Seinni hálfleikur var æsispennandi og liðin skiptust mikið á forystunni. Að lokum voru það Eyjamenn sem reyndust sterkari aðilinn og fóru að lokum með sigur af hólmi og eru því með 100% sigurhlutfall gegn Gróttu í ár. Ótrúlega kaflaskiptur leikur en markvarslan varð Gróttu klárlega að falli í dag. 8 skot varin á móti ÍBV á útivelli er einfaldlega ekki nógu gott. Stephen Nielsen og Kolbeinn Aron Arnarsson hjá Eyjamönnum voru hinsvegar með 33% vörslu hvor um sig. Sóknarleikur liðanna var í miklu stuði og fengu varnirnar að finna fyrir því. Lokatölur voru 32-30 og markahæstu leikmenn voru Sigurbergur Sveinsson með 10 mörk og Finnur Ingi Stefánsson með 9 mörk. Góð mæting var að venju í Íþróttamiðstöðinni en á tíðum var eins og ekki væri sála á staðnum. Í byrjuna hálfleikjanna mátti heyra saumnál detta og það var eins og Eyjamenn fyndu það á sér en á tímum mátti sjá andleysi í leik þeirra. Þeir sýndu þó fagmennsku, sérstaklega í seinni hálfleik með því að sigla tveimur stigum í hús og þá með dyggri aðstoð stuðningsmanna sinna sem sýndu miklu meiri lit í lok seinni hálfleiks.Gunnar: Þeir eru með frábæra einstaklinga í öllum stöðum Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var vitanlega svekktur með úrslitin en gat verið nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna. „Það var margt gott í þessum leik og við vorum í raun óheppnir að fá ekkert út úr þessu,“ sagði Gunnar Andrésson eftir leikinn. „Við spiluðum sóknarleikinn mjög skynsamlega og gerðum ekki mikið af tæknifeilum. Í vörninni áttum við kannski undir högg að sækja, þeir voru komnir með 10 mörk eftir 15 mínútur. Það vantaði svolítið upp á markvörsluna hjá okkur í dag, vorum held ég með samtals 7 eða 8 varða bolta. Það er erfitt að vinna ÍBV á útivelli með svona markvörslu,“ sagði Gunnar. Markvarsla Gróttu í leiknum var alls ekki upp á sitt besta í dag. Engu að síður voru gestirnir yfir í hálfleik eftir mjög slæman lokakafla hjá ÍBV. „Við vorum með 2 varða bolta og klikkum á tveimur vítum í fyrri hálfleik þannig að það er í raun ótrúlegt að við höfum verið yfir í hálfleik sem segir það að við vorum samt að spila virkilega vel, það er margt jákvætt í þessu þó maður sé hundsvekktur að tapa,“ sagði Gunnar. Þá hrósaði hann einnig liði Eyjamanna og sagði að erfitt væri að verjast gegn svona góðum sóknarmönnum. „Þeir eru með frábæra einstaklinga í öllum stöðum og það er erfitt að eiga við þá og ef við þurfum að sækja á þá og fara út þá opnast svæði fyrir Kára á línunni. Þeir voru að fá mörk víða af í dag og það var mjög erfitt að verjast þessu,“ sagði Gunnar. Margir ungir strákar létu ljós sitt skína hjá gestunum í dag og voru þó nokkrir sem sátu líka á varamannabekk liðsins. „Klúbburinn þarf að hlúa vel að þessum strákum og ég er líka með unga stráka á bekknum sem spiluðu kannski ekki í dag. Hver leikur fer að verða virkilega mikilvægur, við eigum Selfoss heima á mánudag og við þurfum að setja hausinn í lag strax í kvöld.“ sagði Gunnar að lokum.Arnar: Beggi í lagi er besti leikmaðurinn í þessari deild Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var einnig ánægður með sitt lið eftir leikinn í dag. „Ég var mjög ánægður með spilamennskuna, þetta var flottur leikur gegn góðu Gróttu liði og við vorum mjög góðir í dag,“ sagði Arnar. ÍBV átti frábæran fyrri hálfleik fyrir utan síðustu 7 mínúturnar samkvæmt Arnari. „Fyrstu 23 mínúturnar í leiknum voru frábærar, þetta var með því besta sem við höfum sýnt í vetur og vonandi eitthvað sem við getum byggt ofan á. Við vorum frábærir bæði í vörn og sókn og það var í raun ótrúlegt að við skyldum ekki leiða eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar. „Mér fannst þessi lokakafli einkennast af værukærð hjá okkur, við fórum aðeins að slaka á, þeir gera reyndar alveg 4-5 mörk úr fráköstum þarna sem var svekkjandi og við vorum of lengi að svekkja okkur á því,“ sagði Arnar. Seinni hálfleikurinn var mikil skemmtun og buðu bæði lið upp á hörkuleik allt til enda. „Þetta hefði vel getað endað þeirra megin í kvöld,“ sagði Arnar. „Þeir voru flottir í seinni hálfleik, náðu að opna vörnina og nýttu færin vel og hirða öll fráköstin. Þetta er gott lið og vel þjálfað og þar af leiðandi er ég mjög ánægður að hafa klárað þetta,“ sagði Arnar. „Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild, öll liðin eru vel skipuð og vel þjálfuð og það eru allir punktar vel þegnir,“ sagði Arnar. Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði Eyjamanna og skoraði fyrstu fimm mörk ÍBV í leiknum, hvorki meira né minna! Arnar sparaði ekki stóru orðin í hans garð. „Beggi (Sigurbergur) er alltaf að komast í betra stand og hann sýndi það fyrstu mínútur þessa leiks hversu góður hann er. Beggi í lagi er besti leikmaðurinn í þessari deild, það er bara þannig,“ sagði Arnar. Lítið er eftir af leiktíðinni en hvernig sér Arnar fram á framhaldið hjá sínum mönnum á lokasprettinum? „Ég sé fram á svipaða leiki og í kvöld, þetta verða allt hörkuleikir, sum lið eru að berjast um að koma sér fyrir og önnur að komast í úrslitakeppnina, þannig að það er að miklu að keppa,“ sagði Arnar.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira