Sagan í höndum Shakespeares Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Craig Shakespeare. Vísir/EPA Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira