Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:29 Óskar Bjarni og strákarnir hans eru komnir í undanúrslit. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08