Torres: Engin ástæða fyrir Griezmann að fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2017 06:00 Torres og Griezmann fagna marki þess síðarnefnda gegn Leicester í fyrradag. vísir/getty Fernando Torres hvetur Antoine Griezmann til að halda kyrru fyrir hjá Atlético Madrid. Griezmann hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United á undanförnum mánuðum. Torres segir að Frakkinn eigi ekki að fara neitt því hann sé á besta mögulega staðnum til að ná markmiðum sínum. „Hvar getur hann haft það betra en hjá Atlético? Vonandi verður hann áfram hjá okkur,“ sagði Torres um liðsfélaga sinn. „Þú getur farið til margra félaga en þau geta ekki boðið það sama og Atlético núna; að berjast á toppnum í spænsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Það er engin ástæða til að fara.“ Torres var í svipaðri stöðu þegar hann ákvað að fara frá Liverpool til Chelsea í janúar 2011. „Talandi um Griezmann, þá var ég í þessari stöðu þegar ég vildi verða sá besti og fara til félags sem gæti hjálpað mér að ná þeim markmiðum,“ sagði Torres. „Staðan varð aðeins öðruvísi hjá mér þegar Rafa Benítez, Javier Mascherano og Xabi Alonso fóru allir og loforð eigendanna stóðust ekki. Ég hafði allt hjá Liverpool en svo seldu þeir bestu leikmennina og knattspyrnustjórinn fór. Við vorum ekki að búa til sigurlið. Það var raunveruleikinn. Staðan breyttist mikið á hálfu ári.“ Griezmann skoraði eina mark leiksins þegar Atlético bar sigurorð af Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrradag. Hann hefur alls skorað 24 mörk í vetur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Griezmann bjargaði stiginu Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu. 8. apríl 2017 16:21 Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12. apríl 2017 20:34 Griezmann þreyttur á tali um framtíð sína Franski framherjinn Antoine Griezmann segist vera búinn að fá nóg af endalausri umræðu í fjölmiðlum um hvar hann spili fótbolta næsta vetur. 7. apríl 2017 11:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Fernando Torres hvetur Antoine Griezmann til að halda kyrru fyrir hjá Atlético Madrid. Griezmann hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United á undanförnum mánuðum. Torres segir að Frakkinn eigi ekki að fara neitt því hann sé á besta mögulega staðnum til að ná markmiðum sínum. „Hvar getur hann haft það betra en hjá Atlético? Vonandi verður hann áfram hjá okkur,“ sagði Torres um liðsfélaga sinn. „Þú getur farið til margra félaga en þau geta ekki boðið það sama og Atlético núna; að berjast á toppnum í spænsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Það er engin ástæða til að fara.“ Torres var í svipaðri stöðu þegar hann ákvað að fara frá Liverpool til Chelsea í janúar 2011. „Talandi um Griezmann, þá var ég í þessari stöðu þegar ég vildi verða sá besti og fara til félags sem gæti hjálpað mér að ná þeim markmiðum,“ sagði Torres. „Staðan varð aðeins öðruvísi hjá mér þegar Rafa Benítez, Javier Mascherano og Xabi Alonso fóru allir og loforð eigendanna stóðust ekki. Ég hafði allt hjá Liverpool en svo seldu þeir bestu leikmennina og knattspyrnustjórinn fór. Við vorum ekki að búa til sigurlið. Það var raunveruleikinn. Staðan breyttist mikið á hálfu ári.“ Griezmann skoraði eina mark leiksins þegar Atlético bar sigurorð af Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrradag. Hann hefur alls skorað 24 mörk í vetur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Griezmann bjargaði stiginu Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu. 8. apríl 2017 16:21 Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12. apríl 2017 20:34 Griezmann þreyttur á tali um framtíð sína Franski framherjinn Antoine Griezmann segist vera búinn að fá nóg af endalausri umræðu í fjölmiðlum um hvar hann spili fótbolta næsta vetur. 7. apríl 2017 11:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Griezmann bjargaði stiginu Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu. 8. apríl 2017 16:21
Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12. apríl 2017 20:34
Griezmann þreyttur á tali um framtíð sína Franski framherjinn Antoine Griezmann segist vera búinn að fá nóg af endalausri umræðu í fjölmiðlum um hvar hann spili fótbolta næsta vetur. 7. apríl 2017 11:00