Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:30 Stuðningsmenn liðanna á Westfalenstadion í gærkvöldi. Vísir/Samsett/Getty Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30