Rúmlega tveggja áratuga bið Selfoss á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2017 12:15 vísir/eyþór Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira