Rondo-lausir Chicago-menn steinlágu á heimavelli | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 11:00 Horford var stigahæstur í liði Boston sem minnkaði muninn. Vísir/getty Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin: NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sjá meira
Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin:
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sjá meira