Voru Barcelona-menn rændir spænska meistaratitlinum í vetur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2017 23:15 Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi. Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi.
Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira