ESPN búið að velja besta NBA-búning allra tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2017 23:00 Vísir/Samsett/Getty Búningar liðanna í NBA-deildinni í körfubolta hafa verið afar mismunandi í gegnum tíðina og mörg félög hafa gengið í gegnum hverja breytinguna á fætur annarri. Körfuboltaáhugafólk á sér örugglega sinn uppáhaldsbúning hjá sínu félagi eða sínum leikmanni og margir hafa verslað sér slíkan búning á ævinni. En hver er sá besti frá upphafi? ESPN lét á þetta reyna og valdi besta NBA-búning allra tíma og birti umfjöllun um valið á heimasíðu sinni. Fyrir valinu varð búningur San Francisco Warriors seint á sjöunda áratugnum. Hvort sem það var vegna skorts á litmyndum í ljósmyndasafni ESPN þá var besti búningur allra tíma sýndir í svarthvítu. San Francisco Warriors búningurinn var með Golden Gate brúna framan á sér og hann var einnig merktur „The City“. San Francisco Warriors varð eins og kunnugt er að Golden State Warriors árið 1971. Í öðru sæti varð síðan mjög litríkur búningur New York Nets á áttunda áratugnum þegar Dr. J, Julius Erving, var í aðalhlutverki hjá liðinu og í þriðja sæti lenti síðan búningur Atlanta Hawks á níunda áratugnum þegar Dominique Wilkins bauð upp á hvern tilþrifapakkann á fætur öðrum. Allir búningar Boston Celtics liðsins í sögunni tóku síðan fjórða sætið á undan Washington Bullets búningunum á áttunda áratugnum. Eini núverandi búningurinn sem kemst inn á topp tíu listann er búningur Phoenix Suns. Það freistast eflaust margir að kaupa hann enda liðið uppfullt af ungum framtíðarstjörnum NBA-deildarinnar. Það er hægt að sjá umfjöllun ESPN um bestu búningana með því að smella hér. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Búningar liðanna í NBA-deildinni í körfubolta hafa verið afar mismunandi í gegnum tíðina og mörg félög hafa gengið í gegnum hverja breytinguna á fætur annarri. Körfuboltaáhugafólk á sér örugglega sinn uppáhaldsbúning hjá sínu félagi eða sínum leikmanni og margir hafa verslað sér slíkan búning á ævinni. En hver er sá besti frá upphafi? ESPN lét á þetta reyna og valdi besta NBA-búning allra tíma og birti umfjöllun um valið á heimasíðu sinni. Fyrir valinu varð búningur San Francisco Warriors seint á sjöunda áratugnum. Hvort sem það var vegna skorts á litmyndum í ljósmyndasafni ESPN þá var besti búningur allra tíma sýndir í svarthvítu. San Francisco Warriors búningurinn var með Golden Gate brúna framan á sér og hann var einnig merktur „The City“. San Francisco Warriors varð eins og kunnugt er að Golden State Warriors árið 1971. Í öðru sæti varð síðan mjög litríkur búningur New York Nets á áttunda áratugnum þegar Dr. J, Julius Erving, var í aðalhlutverki hjá liðinu og í þriðja sæti lenti síðan búningur Atlanta Hawks á níunda áratugnum þegar Dominique Wilkins bauð upp á hvern tilþrifapakkann á fætur öðrum. Allir búningar Boston Celtics liðsins í sögunni tóku síðan fjórða sætið á undan Washington Bullets búningunum á áttunda áratugnum. Eini núverandi búningurinn sem kemst inn á topp tíu listann er búningur Phoenix Suns. Það freistast eflaust margir að kaupa hann enda liðið uppfullt af ungum framtíðarstjörnum NBA-deildarinnar. Það er hægt að sjá umfjöllun ESPN um bestu búningana með því að smella hér.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira