Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 07:00 Atli Helgason fyrir um tíu árum síðan. Lögmennirnir fjórir segja kröfu LMFÍ ekki eiga við nein rök að styðjast. Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, en hann var sakfelldur fyrir manndráp árið 2001 og í framhaldinu sviptur lögmannsréttindum sínum. Félagið krafðist þess að lögmennirnir yrðu sviptir lögmannsréttindum. Fjórir lögmenn Versus sættu kærunni og að mati úrskurðarnefndarinnar stuðluðu þeir allir að því að Atli gæti rekið lögmannsstofu og sinnt þar lögmannsstörfum. Atli var skráður eigandi stofunnar en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Lögmennirnir fjórir eru Guðni Jósep Einarsson, Þorgils Þorgilsson. Guðmundur St. Ragnarsson og Ólafur Kristinsson. Guðmundur St. fékk tvær áminningar frá nefndinni; fyrir að stuðla að því að maður sem sviptur var lögmannsréttindunum ræki lögmannsstofu og sinnti þar lögmannsstörfum og hins vegar fyrir að svara ekki fyrirspurnum Lögmannafélagsins um eignarhaldið. Guðni Jósep og Þorgils voru einnig áminntir fyrir að svara ekki fyrirspurnum félagsins.Mynd úr safni.Háttsemi Ólafs, Guðna og Þorgils, að stuðla með eignarhaldi sínu, störfum og þátttöku í stjórn Versus, var sögð aðfinnsluverð, að því er segir í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum. Lögmenn eru sviptir réttindum eftir þrjár áminningar. Atli hugðist sækja lögmannsréttindi sín að nýju eftir að hafa fengið uppreist æru en hætti við eftir að Lögmannafélagið lagðist gegn því. Hann hóf störf hjá Versus lögmönnum árið 2011, og var um tíma eini eigandi stofunnar, en hann hafnar því alfarið að hafa unnið þar önnur störf en honum voru heimil.Fyrsta mál sinnar tegundar Málið er eitt það umfangsmesta sem hefur komið til kasta úrskurðarnefndar lögmanna en þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem LMFÍ beitir sér gegn félagsmönnum sínum með þessum hætti. Félagið fer með ákveðið eftirlitshlutverk með lögmönnum en afmörkun þessa hlutverks var á meðal þess sem deilt var um í málinu. Lögmannafélagið sendi félagsmönnum sínum tölvupóst í kjölfar kærunnar þar sem skorað var á þá að grípa til úrbóta ef kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum þeirra væru ekki uppfylltar. Samkvæmt lauslegri athugun fréttastofu er ekki óalgengt að fólk sem ekki hefur lögmannsréttindi fari með eignarhald í lögmannsstofum. Sú var meðal annars raunin á lögmannsstofu formanns Lögmannafélagsins, Reimars Snæfells Péturssonar sem rekur Lögmenn Lækjargötu. Þar áttu þrír ólöglærðir einstaklingar hlut í stofunni samkvæmt gildandi skráningu, en eignarhaldinu var breytt eftir fréttaflutning um málið í lok síðasta ár.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurHóf störf á meðan hann var í afplánun á Vernd Þá fór Lex lögmannsstofa með málið fyrir hönd LMFÍ, en Arnar Þór Stefánsson, sem situr í stjórn lögmannafélagsins, á hlut í Lex. Versus lögmenn bentu í frávísunarkröfu sinni á að Baldur Guðlaugsson, sem sakfelldur var fyrir brot í opinberu starfi og er án málflutningsréttinda, starfar hjá Lex lögmönnum sem ráðgjafi - sem Versus lögmenn töldu orka tvímælis. „Umræddur maður [Baldur] hóf störf á lögmannsstofunni meðan hann var enn í afplánun á Vernd. Spyrja má hvort slíkt samrýmist siðareglum lögmanna, en lögmaður stofunnar var verjandi mannsins í málinu,“ segir í greinargerð Versus. Lögmennirnir segja í yfirlýsingu til fréttastofu að krafa LMFÍ hafi ekki átt við nein rök að styðjast, enda sé henni hafnað með úrskurðinum. Félagið hafi farið fram með offorsi og ærnum tilkostnaði sem greiddur sé með gjöldum allra félagsmanna. Þá eigi Lögmannafélagið væntanlega mikið óunnið starf fyrir höndum, í ljósi jafnræðisreglna, við að kæra fjölmarga félagsmenn sína fyrir sambærileg atvik og fundið sé að í úrskurðinum. Lögmennirnir segja það einnig vekja furðu að úrskurðarnefndin skuli hafa tekið það upp hjá sjálfri sér að gera aðfinnslur og ákvarða áminningar án þess að nokkrar kröfur væru hafðar uppi um það af hálfu málsaðila. „Rökstuðningur í úrskurði nefndarinnar er of máttlítill að mati undirritaðra, meðal annars varðandi hvert sé valdsvið nefndarinnar,” segir í yfirlýsingunni.Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélagsins.Töldu sannað að Atli hefði starfað sem lögmaður Lögmannafélagið taldi sannað að Atli hafi átt og stjórnað Versus lögmönnum um árabil, ásamt því að sinna þar lögmannsstörfum. Atli átti hins vegar ekki aðild að kæru lögmannafélagsins. Atli tók sæti í stjórn Versus lögmanna í desember 2010 en í varastjórn eftir aðalfund í október 2012 og fór þá jafnframt með framkvæmdastjórn og prókúruumboð. Hann vék úr stjórn árið 2013 en var kjörinn í stjórn félagsins á ný í júní 2015 og tók þá jafnframt prókúruumboði á ný. Versus var að fullu í eigu Agenda ehf. árið 2011, sem Atli átti. Samkvæmt ársreikningi var Atli 100 prósent eigandi Versus, sem Versus lögmenn sögðu rangt og lögðu fram gögn þar að lútandi, en ekki kemur fram í úrskurðinum hver hin raunverulega niðurstaða í eignarhaldið var, og taldi úrskurðarnefndin þau mál illa upplýst. Þá taldi Lögmannafélagið að Atli hefði stundað lögmennsku og að lögmennirnir fjórir, Guðni, Guðmundur, Þorgils og Ólafur, hefðu ljáð Atla nafn sitt til að geta stundað lögmannsstörf, án þess að hann hefði til þess rétt að lögum. Þannig beri þeir ábyrgð á lögmannsstörfum Atla. Hátt í fjörutíu skjöl lögð fram en margt illa upplýst Lögmannafélaginu er samkvæmt siðareglum lögmanna skylt að leitast við að leysa úr deilum lögmanna innbyrðis. Félagið virðist hafa reynt að gera það og nokkur bréfaskipti áttu sér stað á milli málsaðila áður en kæra var lögð fram, en líkt og áður kom fram voru lögmennirnir áminntir fyrir að svara ekki fyrirspurnum LMFÍ um eignarhaldið. Á fjórða tug skjala voru lögð fram í málinu en þrátt fyrir það er ýmislegt margt upplýst varðandi fyrirkomulag rekstrar hjá Versus lögmönnum og sérstaklega um ástæður þess að opinberar upplýsingar um eignarhald félagsins hafi verið nokkuð reikular, segir í úrskurðinum. Fyrir liggi staðfesting bókara Versus um að fyrir mistök hefði verið tilkynnt að Atli Helgason væri eini eigandi félagsins í árslok 2014, en að ekki hafi verið skýrt hvernig þau mistök gátu orðið. Nefndin sagði þó að það væri hafið yfir allan vafa að Atli hafi setið í stjórn og varastjórn Versus, farið með framkvæmdastjórn og prókúruumboð. Nefndin segir í niðurstöðu sinni að ekki sé framhjá því litið að með því að horfa alveg einangrað á brot gegn einstökum ákvæðum og meta alvarleika hvers og eins þeirra, tapist heildarmyndin. „Sú heildarmynd lýtur að því að lögum samkvæmt var lögmaður sviptur lögmannsréttindum í sakamáli þar sem hann var sakfelldur fyrir manndráp. Þegar við lok afplánunar virðist hann þrátt fyrir það hafa komið sér upp einkahlutafélagi þar sem hann hefur síðan stundað lögmannsstörf án starfsréttinda og án þess að uppfylla lögmæt skilyrði. Enda þótt ekki sé í ljós leitt að kærðu í málinu hafi beinlínis ranglega skráð sig sem eigendur félagsins í þeim tilgangi að dylja eignarhald hans, þá hafa allir kærðu meira eða minna borið einhverja ábyrgð í skráningum og tilkynningum varðandi eignarhaldið sem orka tvímælis. Þá hafa þeir með þátttöku sinni í rekstri lögmannsstofunnar, meðal annars undir hans stjórn, allir ljáð því atbeina sinn að maður sem var sviptur lögmannsréttindum með þungum dómi héldi þrátt fyrir það áfram að reka lögmannsstofu og sinna þar lögmannsstörfum,” segir í úrskurðinum. Rétt er að taka fram að rekstri Versus lögmanna hefur verið hætt.Uppfært: Lögmenn Lækjargötu fullyrða að eignarhaldi hafi verið breytt, eftir að hafa fengið ábendingu þess efnis í lok síðasta árs. Upplýsingar um eignarhald stofunnar hafa ekki verið uppfærðar í gagnagrunni Creditinfo en þær eru enn þær sömu og notast var við, við gerð fréttar um málið á síðasta ári. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Versus lögmenn: Atli Helgason hvorki eigandi né starfandi lögmaður Versus lögmenn senda frá sér yfirlýsingu. 24. nóvember 2016 10:21 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, en hann var sakfelldur fyrir manndráp árið 2001 og í framhaldinu sviptur lögmannsréttindum sínum. Félagið krafðist þess að lögmennirnir yrðu sviptir lögmannsréttindum. Fjórir lögmenn Versus sættu kærunni og að mati úrskurðarnefndarinnar stuðluðu þeir allir að því að Atli gæti rekið lögmannsstofu og sinnt þar lögmannsstörfum. Atli var skráður eigandi stofunnar en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Lögmennirnir fjórir eru Guðni Jósep Einarsson, Þorgils Þorgilsson. Guðmundur St. Ragnarsson og Ólafur Kristinsson. Guðmundur St. fékk tvær áminningar frá nefndinni; fyrir að stuðla að því að maður sem sviptur var lögmannsréttindunum ræki lögmannsstofu og sinnti þar lögmannsstörfum og hins vegar fyrir að svara ekki fyrirspurnum Lögmannafélagsins um eignarhaldið. Guðni Jósep og Þorgils voru einnig áminntir fyrir að svara ekki fyrirspurnum félagsins.Mynd úr safni.Háttsemi Ólafs, Guðna og Þorgils, að stuðla með eignarhaldi sínu, störfum og þátttöku í stjórn Versus, var sögð aðfinnsluverð, að því er segir í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum. Lögmenn eru sviptir réttindum eftir þrjár áminningar. Atli hugðist sækja lögmannsréttindi sín að nýju eftir að hafa fengið uppreist æru en hætti við eftir að Lögmannafélagið lagðist gegn því. Hann hóf störf hjá Versus lögmönnum árið 2011, og var um tíma eini eigandi stofunnar, en hann hafnar því alfarið að hafa unnið þar önnur störf en honum voru heimil.Fyrsta mál sinnar tegundar Málið er eitt það umfangsmesta sem hefur komið til kasta úrskurðarnefndar lögmanna en þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem LMFÍ beitir sér gegn félagsmönnum sínum með þessum hætti. Félagið fer með ákveðið eftirlitshlutverk með lögmönnum en afmörkun þessa hlutverks var á meðal þess sem deilt var um í málinu. Lögmannafélagið sendi félagsmönnum sínum tölvupóst í kjölfar kærunnar þar sem skorað var á þá að grípa til úrbóta ef kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum þeirra væru ekki uppfylltar. Samkvæmt lauslegri athugun fréttastofu er ekki óalgengt að fólk sem ekki hefur lögmannsréttindi fari með eignarhald í lögmannsstofum. Sú var meðal annars raunin á lögmannsstofu formanns Lögmannafélagsins, Reimars Snæfells Péturssonar sem rekur Lögmenn Lækjargötu. Þar áttu þrír ólöglærðir einstaklingar hlut í stofunni samkvæmt gildandi skráningu, en eignarhaldinu var breytt eftir fréttaflutning um málið í lok síðasta ár.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurHóf störf á meðan hann var í afplánun á Vernd Þá fór Lex lögmannsstofa með málið fyrir hönd LMFÍ, en Arnar Þór Stefánsson, sem situr í stjórn lögmannafélagsins, á hlut í Lex. Versus lögmenn bentu í frávísunarkröfu sinni á að Baldur Guðlaugsson, sem sakfelldur var fyrir brot í opinberu starfi og er án málflutningsréttinda, starfar hjá Lex lögmönnum sem ráðgjafi - sem Versus lögmenn töldu orka tvímælis. „Umræddur maður [Baldur] hóf störf á lögmannsstofunni meðan hann var enn í afplánun á Vernd. Spyrja má hvort slíkt samrýmist siðareglum lögmanna, en lögmaður stofunnar var verjandi mannsins í málinu,“ segir í greinargerð Versus. Lögmennirnir segja í yfirlýsingu til fréttastofu að krafa LMFÍ hafi ekki átt við nein rök að styðjast, enda sé henni hafnað með úrskurðinum. Félagið hafi farið fram með offorsi og ærnum tilkostnaði sem greiddur sé með gjöldum allra félagsmanna. Þá eigi Lögmannafélagið væntanlega mikið óunnið starf fyrir höndum, í ljósi jafnræðisreglna, við að kæra fjölmarga félagsmenn sína fyrir sambærileg atvik og fundið sé að í úrskurðinum. Lögmennirnir segja það einnig vekja furðu að úrskurðarnefndin skuli hafa tekið það upp hjá sjálfri sér að gera aðfinnslur og ákvarða áminningar án þess að nokkrar kröfur væru hafðar uppi um það af hálfu málsaðila. „Rökstuðningur í úrskurði nefndarinnar er of máttlítill að mati undirritaðra, meðal annars varðandi hvert sé valdsvið nefndarinnar,” segir í yfirlýsingunni.Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélagsins.Töldu sannað að Atli hefði starfað sem lögmaður Lögmannafélagið taldi sannað að Atli hafi átt og stjórnað Versus lögmönnum um árabil, ásamt því að sinna þar lögmannsstörfum. Atli átti hins vegar ekki aðild að kæru lögmannafélagsins. Atli tók sæti í stjórn Versus lögmanna í desember 2010 en í varastjórn eftir aðalfund í október 2012 og fór þá jafnframt með framkvæmdastjórn og prókúruumboð. Hann vék úr stjórn árið 2013 en var kjörinn í stjórn félagsins á ný í júní 2015 og tók þá jafnframt prókúruumboði á ný. Versus var að fullu í eigu Agenda ehf. árið 2011, sem Atli átti. Samkvæmt ársreikningi var Atli 100 prósent eigandi Versus, sem Versus lögmenn sögðu rangt og lögðu fram gögn þar að lútandi, en ekki kemur fram í úrskurðinum hver hin raunverulega niðurstaða í eignarhaldið var, og taldi úrskurðarnefndin þau mál illa upplýst. Þá taldi Lögmannafélagið að Atli hefði stundað lögmennsku og að lögmennirnir fjórir, Guðni, Guðmundur, Þorgils og Ólafur, hefðu ljáð Atla nafn sitt til að geta stundað lögmannsstörf, án þess að hann hefði til þess rétt að lögum. Þannig beri þeir ábyrgð á lögmannsstörfum Atla. Hátt í fjörutíu skjöl lögð fram en margt illa upplýst Lögmannafélaginu er samkvæmt siðareglum lögmanna skylt að leitast við að leysa úr deilum lögmanna innbyrðis. Félagið virðist hafa reynt að gera það og nokkur bréfaskipti áttu sér stað á milli málsaðila áður en kæra var lögð fram, en líkt og áður kom fram voru lögmennirnir áminntir fyrir að svara ekki fyrirspurnum LMFÍ um eignarhaldið. Á fjórða tug skjala voru lögð fram í málinu en þrátt fyrir það er ýmislegt margt upplýst varðandi fyrirkomulag rekstrar hjá Versus lögmönnum og sérstaklega um ástæður þess að opinberar upplýsingar um eignarhald félagsins hafi verið nokkuð reikular, segir í úrskurðinum. Fyrir liggi staðfesting bókara Versus um að fyrir mistök hefði verið tilkynnt að Atli Helgason væri eini eigandi félagsins í árslok 2014, en að ekki hafi verið skýrt hvernig þau mistök gátu orðið. Nefndin sagði þó að það væri hafið yfir allan vafa að Atli hafi setið í stjórn og varastjórn Versus, farið með framkvæmdastjórn og prókúruumboð. Nefndin segir í niðurstöðu sinni að ekki sé framhjá því litið að með því að horfa alveg einangrað á brot gegn einstökum ákvæðum og meta alvarleika hvers og eins þeirra, tapist heildarmyndin. „Sú heildarmynd lýtur að því að lögum samkvæmt var lögmaður sviptur lögmannsréttindum í sakamáli þar sem hann var sakfelldur fyrir manndráp. Þegar við lok afplánunar virðist hann þrátt fyrir það hafa komið sér upp einkahlutafélagi þar sem hann hefur síðan stundað lögmannsstörf án starfsréttinda og án þess að uppfylla lögmæt skilyrði. Enda þótt ekki sé í ljós leitt að kærðu í málinu hafi beinlínis ranglega skráð sig sem eigendur félagsins í þeim tilgangi að dylja eignarhald hans, þá hafa allir kærðu meira eða minna borið einhverja ábyrgð í skráningum og tilkynningum varðandi eignarhaldið sem orka tvímælis. Þá hafa þeir með þátttöku sinni í rekstri lögmannsstofunnar, meðal annars undir hans stjórn, allir ljáð því atbeina sinn að maður sem var sviptur lögmannsréttindum með þungum dómi héldi þrátt fyrir það áfram að reka lögmannsstofu og sinna þar lögmannsstörfum,” segir í úrskurðinum. Rétt er að taka fram að rekstri Versus lögmanna hefur verið hætt.Uppfært: Lögmenn Lækjargötu fullyrða að eignarhaldi hafi verið breytt, eftir að hafa fengið ábendingu þess efnis í lok síðasta árs. Upplýsingar um eignarhald stofunnar hafa ekki verið uppfærðar í gagnagrunni Creditinfo en þær eru enn þær sömu og notast var við, við gerð fréttar um málið á síðasta ári. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Versus lögmenn: Atli Helgason hvorki eigandi né starfandi lögmaður Versus lögmenn senda frá sér yfirlýsingu. 24. nóvember 2016 10:21 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19
Versus lögmenn: Atli Helgason hvorki eigandi né starfandi lögmaður Versus lögmenn senda frá sér yfirlýsingu. 24. nóvember 2016 10:21
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41