Tuttugu og fjögur lið hafa unnið Meistaradeildina en hvert þeirra er það besta? 2. júní 2017 19:15 Frábær lið. vísir/getty Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15
Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30