Hætti hjá sama félaginu í annað skipti á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 22:30 Antonio Cassano. Vísir/Getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist. Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira