Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 15:51 Gervitunglamynd sem sýnir leifar Harvey þegar þær gengu á land í Lúisíana í dag. NASA/NOAA GOES Project Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30