Samdi við Cavs en vill samt enda ferillinn með Miami Heat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 11:30 Dwyane Wade vann þrjá NBA-titla með Miami Heat. Vísir/Getty Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira