Moskva bíður eftir Manchester United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Það var létt yfir Mourinho á fundinum í gær. vísir/getty Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Sjá meira
Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Sjá meira