Þúsundir börðust um 4300 miða á Kósóvóleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar tóku Úkraínumenn 2-0 á Laugardalsvelli á dögunum. Gylfi Þór fékk gult spjald í leiknum og er á hættusvæði fyrir Tyrklandsleikinn 6. október. Vísir/Anton Brink Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira