Michael Jordan: Þessi súperlið þýða að hin liðin verða algjört rusl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:00 Michael Jordan var í súperliði á sínum tíma og tapaði aldrei í lokaúrslitum. Vísir/Getty Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira