Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2017 09:30 John Holdren með Höllu Hrund Logadóttur. Saman stýra þau Norðurskautsverkefni Harvard-háskóla ásamt Henry Lee, prófessor við skólann. Vísir/Ernir Áður en Íslendingar taka ákvörðun um hvort að þeir leyfi olíuvinnslu í Norður-Íshafinu ættu þeir að meta getu sína til að takast á við meiriháttar olíuleka, sérstaklega í ljósi hagsmuna sinna í sjávarútvegi. Þetta er mat Johns Holdren, fyrrum vísindaráðgjafa Baracks Obama. Hann telur að vinnsla á norðurskautinu verði ekki ábatasöm þegar kostnaðurinn við hana endurspeglar kostnað af losun kolefnis. Holdren var aðalráðgjafi Obama í vísinda- og tæknimálum þegar hann var Bandaríkjafoseti í átta ár og stýrði nefnd sem samhæfði aðgerðir alríkisstofnana í málefnum norðurskautins. Hann stýrir nú Norðurskautsverkefni (e. Arctic Initiative) Harvard Kennedy-skólans sem var hleypt af stokkunum á dögunum ásamt Höllu Hrund Logadóttur og Henry Lee, prófessor við skólann. Markmið Norðurskautsverkefnisins er að stuðla að fræðslu og vinna að lausnum á málefnum sem tengjast hraðstígum umhverfisbreytingum sem eru að verða á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Töldu sig ekki geta ráðið við olíuleka í Norður-Íshafi Holdren segir í viðtali við Vísi að eftir því sem norðurskautið verður mikilvægara séu líkur á togstreitu og átökum á milli ólíkra sjónarmiða um nýtingu auðlinda annars vegar og verndunar og sjálfbærni hins vegar. Á meðal þess sem Norðurskautsverkefnið skoðar er hvernig loftslagsbreytingar og vinnsla auðlinda sem hafa orðið aðgengilegri með bráðnun íss kallar á innviði á norðurslóðum. Þeir eru lykilatriði í að hægt sé að vinna auðlindir eins og olíu- og gas með öruggum og sjálfbærum hætti. Þannig segir Holdren að í forsetatíð Obama hafi bandarísk stjórnvöld skoðað að hvaða leyti væri hægt að stýra olíuvinnslu í norðurhöfum með þeim innviðum og tækni sem þau réðu yfir. „Höfum við virkilega getuna til þess að takast á við meiriháttar leka frá olíupalli í Norður-Íshafinu?“ segir Holdren að stjórnvöld hafi spurt sig. Tjúktahaf liggur á milli Alaska og Tjúktaskaga í Síberíu. Obama bannaði nýja olíu- og gasvinnslu þar í og Beringshafi seint á síðasta ári.Vísir/AFP Svarið þá var nei og því ákvað stjórn Obama að undanskilja svæði í lögsögu Bandaríkjanna í Berings- og Tjúktahafi við Alaska frá frekari olíu- og gasvinnslu. „Skoðun okkar á norðuskautssvæðum okkar við Alaska þar sem við tókum tillit til innviðana sem eru þar til staðar, hafnanna og aðstöðunnar sem eru þar til staðar, komumst við að þeirri niðurstöðu að það sé vafasamt hvort að hægt væri að hafa hemil á afleiðingum meiriháttar leka með ásættanlegum hætti,“ segir Holdren. Stefni ekki fjórðungi hagkerfisins í hættuÍslensk stjórnvöld hafa veitt leyfi til leitar að olíulindum á Drekasvæðinu í Norður-Íshafi norðaustur af landinu. Holdren telur að Íslendingar þurfi að ráðast í sambærilega skoðun og stjórn Obama gerði á hversu vel í stakk búin þau væru fyrir mengunarslys. Hann bendir í því samhengi á að sjávarútvegur standi undir fjórðungi íslenska hagkerfisins. „Ég held að þið viljið ekki stefna þessum 25% hagkerfisins í hættu með risavöxnum olíuleka ef greining sýnir að ekki væri hægt að hafa hemil á slíkum leka og að hann hefði mikil áhrif á fiskstofna,“ segir Holdren. Íslensk stjórnvöld verði því að spyrja spurninga eins og hvaða innviðir eru nú þegar til staðar til að takast á við óhöpp og hvað þurfi til að koma þeim upp. Tvö sérleyfi eru í gildi fyrir leit og vinnslu á olíu á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi. Löng saga óbrigðulla kerfa sem bregðast Spurningin um meiriháttar olíuslys á norðurslóðum er aðkallandi vegna þess hversu afskekkt svæðið er og hversu erfiðar aðstæður eru þar. Fyrir utan fjarlægðir í hafnir myndu náttúrulegar aðstæður eins og hafís, stórsjór, erfiðar veðuraðstæður og skammlíf birta torveldað allt hreinsunar- og björgunarstarf ef allt færi á versta veg. „Þegar spurningin kemur upp er svar iðnaðarins að hann ætli að fara einstaklega varlega og að hann hafi ótrúlega tæknigetu. Engir lekar muni eiga sér stað. Auðvitað reynir iðnaðurinn að forðast leka en slysin gerast. Við höfum langa sögu óbrigðulla kerfa sem bregðast,“ segir Holdren. Vitnar hann til orða bandaríska eðlisfræðingsins Edwards Teller sem hafi verið umdeildur maður en átt mörg fleyg orð í gegnum tíðina. „Fyrir hvert fíflhelt kerfi má finna enn meira fífl,“ segir Holdren og hlær. Til að varast þessa hættu telur Holdren að öll lönd verði að ráðast í áhættu- og hagsmunamat á leit og vinnslu á norðurslóðum. „Alveg sama hversu mikið einhver fullyrðir að hann geti grætt milljarða á olíu og gasi verður að rannsaka hvort að það sé hægt samhliða því að menn verndi fiskistofna,“ segir Holdren um Ísland. Gjald á kolefnislosun mun draga úr fýsileika vinnslu á norðurslóðum Útreikningar á því hversu mikið kolefni menn geta enn losað út í lofthjúp jarðar án þess að henda markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C fyrir róða benda til þess að skilja þurfi stóran hluta þekktra jarðefnaeldsneytislinda eftir í jörðinni. Holdren telur hins vegar ekki að það muni gerast með því að ákveða fyrir fram á hvaða svæðum auðlindir verða skildar eftir í jörðu enda væri það pólitískt vandasamt . Þess í stað telur hann að það muni gerast fyrir tilstuðlan markaðsafla þegar kostnaður við vinnslu jarðefna verður farinn að endurspegla þann kostnað sem hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. „Ég held að það muni gerast með því að heimurinn setji gjald á losun kolefnis sem hefur áhrif á fýsileika þess að vinna jarðefnaeldsneyti því að það mun þurfa að greiða fyrir losun koltvísýrings sem tengist vinnslunni. Það mun auka kostnað vinnslu og það er þegar dýrt að vinna olíu á norðurskautinu,“ segir Holdren. Breytingar á umhverfi norðurskautsins hafa auðveldað aðgengi að aulindum þar. Prirazlomnaya-olíuborpallurinn í Petsórahafi var sá fyrsti þar sem olíu var dælt upp úr jörðinni og unnin á norðurskautinu.Vísir/AFP Þannig verði það dýrustu og erfiðustu vinnslukostirnir sem menn skilji eftir í jörðinni. Holdren bendir á að að olíurisinn Shell hafi sagt skilið við norðurskautið eftir að hafa fjárfest milljarða dollara þar því fyrirtækið hafi ekki talið vinnslu þar arðbæra í ljósi núverandi og framtíðarolíuverðs. „Það vandamál mun magnast eftir því sem að kostnaður við losun kolefnis endurspeglast í verði vinnslu á jarðefnaeldsneyti,“ segir hann. Þurfa nýja kynslóð leiðtoga á norðurslóðum Pólitískir vindar í Bandaríkjunum hafa breyst frá því að Obama og Holdren sögðu skilið við Hvíta húsið. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur sýnt tilhneigingu til þess að draga sig í hlé á alþjóðavettvangi. Holdren segir ekki ljóst hvort að Trump muni halda áfram þátttöku í alþjóðasamstarfi um norðurslóðir. Trump hefur þegar afturkallað vernd Obama á hafsvæðum í Norður-Íshafi. Einkageirinn, háskólasamfélagið og frjálsfélagsamtök hafa hins vegar stigið inn og reynt að fylla í skarðið sem bandaríska alríkisstjórnin hefur skilið eftir sig á alþjóðavettvangi. Holdren segir að Norðurskautsverkefnið sé tilbúið að fylla upp í hluta tómarúmsins dragi Bandaríkjastjórn sig í hlé varðandi norðurslóðir. Holdren mun kynna Norðurskautsverkefnið á Arctic Circle-ráðstefnunni í Hörpu í dag. Eitt meginmarkmið þess er fræðsla fyrir leiðtoga framtíðarinnar um vísindin og reynslu annarra þjóða á norðurskautinu. „Við teljum heiminn þurfa nýja kynslóð leiðtoga á norðurslóðum sem skilja samspil umhverfisbreytinga á norðurskautinu sem hraðar loftslagsbreytingar knýja áfram við bæði tækifæri og áskoranir,“ segir Holdren. Með Holdren og Höllu Hrund í för er hópur nemenda við Harvard Kennedy-skólann sem vinna að lausnum fyrir norðurskautið. Þeir munu kynna vinnu sína á Arctic Circle-ráðstefnunni.Vísir/AFP Þar á meðal eru efnahagsleg tækifæri, nýjar siglingaleiðir og aðgangur að auðlindum á hafbotni og fiskimiðum en einnig nýjar áskoranir í stjórnun og öryggi sem tengjast loftslagsbreytingum, innviðum, samfélögum frumbyggja og náttúruvernd. „Við hugsum um samspil vísinda, tækni, hagfræði og stjórnmála og hvernig það hefur áhrif á málefni sem eru í grunninn alþjóðlegs eðlis eins og norðurskautið er. Við vitum vitum vel að það eru margar stofnanir, hópar, samtök, ríkisstofnanir og alþjóðastofnanir sem einbeita sér þegar að norðurskautinu en við vonumst til að bæta við það með nálgun sem tengir menntun og þjálfun við þverfaglegt sjónarhorn á hvernig fólk hugsar um samspil þessara ólíku þátta, samspil loftslagsbreytinga við innviði, efnahagslega þróun og örlög frumbyggja,“ segir Holdren. Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. 17. mars 2017 22:45 Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Áður en Íslendingar taka ákvörðun um hvort að þeir leyfi olíuvinnslu í Norður-Íshafinu ættu þeir að meta getu sína til að takast á við meiriháttar olíuleka, sérstaklega í ljósi hagsmuna sinna í sjávarútvegi. Þetta er mat Johns Holdren, fyrrum vísindaráðgjafa Baracks Obama. Hann telur að vinnsla á norðurskautinu verði ekki ábatasöm þegar kostnaðurinn við hana endurspeglar kostnað af losun kolefnis. Holdren var aðalráðgjafi Obama í vísinda- og tæknimálum þegar hann var Bandaríkjafoseti í átta ár og stýrði nefnd sem samhæfði aðgerðir alríkisstofnana í málefnum norðurskautins. Hann stýrir nú Norðurskautsverkefni (e. Arctic Initiative) Harvard Kennedy-skólans sem var hleypt af stokkunum á dögunum ásamt Höllu Hrund Logadóttur og Henry Lee, prófessor við skólann. Markmið Norðurskautsverkefnisins er að stuðla að fræðslu og vinna að lausnum á málefnum sem tengjast hraðstígum umhverfisbreytingum sem eru að verða á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Töldu sig ekki geta ráðið við olíuleka í Norður-Íshafi Holdren segir í viðtali við Vísi að eftir því sem norðurskautið verður mikilvægara séu líkur á togstreitu og átökum á milli ólíkra sjónarmiða um nýtingu auðlinda annars vegar og verndunar og sjálfbærni hins vegar. Á meðal þess sem Norðurskautsverkefnið skoðar er hvernig loftslagsbreytingar og vinnsla auðlinda sem hafa orðið aðgengilegri með bráðnun íss kallar á innviði á norðurslóðum. Þeir eru lykilatriði í að hægt sé að vinna auðlindir eins og olíu- og gas með öruggum og sjálfbærum hætti. Þannig segir Holdren að í forsetatíð Obama hafi bandarísk stjórnvöld skoðað að hvaða leyti væri hægt að stýra olíuvinnslu í norðurhöfum með þeim innviðum og tækni sem þau réðu yfir. „Höfum við virkilega getuna til þess að takast á við meiriháttar leka frá olíupalli í Norður-Íshafinu?“ segir Holdren að stjórnvöld hafi spurt sig. Tjúktahaf liggur á milli Alaska og Tjúktaskaga í Síberíu. Obama bannaði nýja olíu- og gasvinnslu þar í og Beringshafi seint á síðasta ári.Vísir/AFP Svarið þá var nei og því ákvað stjórn Obama að undanskilja svæði í lögsögu Bandaríkjanna í Berings- og Tjúktahafi við Alaska frá frekari olíu- og gasvinnslu. „Skoðun okkar á norðuskautssvæðum okkar við Alaska þar sem við tókum tillit til innviðana sem eru þar til staðar, hafnanna og aðstöðunnar sem eru þar til staðar, komumst við að þeirri niðurstöðu að það sé vafasamt hvort að hægt væri að hafa hemil á afleiðingum meiriháttar leka með ásættanlegum hætti,“ segir Holdren. Stefni ekki fjórðungi hagkerfisins í hættuÍslensk stjórnvöld hafa veitt leyfi til leitar að olíulindum á Drekasvæðinu í Norður-Íshafi norðaustur af landinu. Holdren telur að Íslendingar þurfi að ráðast í sambærilega skoðun og stjórn Obama gerði á hversu vel í stakk búin þau væru fyrir mengunarslys. Hann bendir í því samhengi á að sjávarútvegur standi undir fjórðungi íslenska hagkerfisins. „Ég held að þið viljið ekki stefna þessum 25% hagkerfisins í hættu með risavöxnum olíuleka ef greining sýnir að ekki væri hægt að hafa hemil á slíkum leka og að hann hefði mikil áhrif á fiskstofna,“ segir Holdren. Íslensk stjórnvöld verði því að spyrja spurninga eins og hvaða innviðir eru nú þegar til staðar til að takast á við óhöpp og hvað þurfi til að koma þeim upp. Tvö sérleyfi eru í gildi fyrir leit og vinnslu á olíu á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi. Löng saga óbrigðulla kerfa sem bregðast Spurningin um meiriháttar olíuslys á norðurslóðum er aðkallandi vegna þess hversu afskekkt svæðið er og hversu erfiðar aðstæður eru þar. Fyrir utan fjarlægðir í hafnir myndu náttúrulegar aðstæður eins og hafís, stórsjór, erfiðar veðuraðstæður og skammlíf birta torveldað allt hreinsunar- og björgunarstarf ef allt færi á versta veg. „Þegar spurningin kemur upp er svar iðnaðarins að hann ætli að fara einstaklega varlega og að hann hafi ótrúlega tæknigetu. Engir lekar muni eiga sér stað. Auðvitað reynir iðnaðurinn að forðast leka en slysin gerast. Við höfum langa sögu óbrigðulla kerfa sem bregðast,“ segir Holdren. Vitnar hann til orða bandaríska eðlisfræðingsins Edwards Teller sem hafi verið umdeildur maður en átt mörg fleyg orð í gegnum tíðina. „Fyrir hvert fíflhelt kerfi má finna enn meira fífl,“ segir Holdren og hlær. Til að varast þessa hættu telur Holdren að öll lönd verði að ráðast í áhættu- og hagsmunamat á leit og vinnslu á norðurslóðum. „Alveg sama hversu mikið einhver fullyrðir að hann geti grætt milljarða á olíu og gasi verður að rannsaka hvort að það sé hægt samhliða því að menn verndi fiskistofna,“ segir Holdren um Ísland. Gjald á kolefnislosun mun draga úr fýsileika vinnslu á norðurslóðum Útreikningar á því hversu mikið kolefni menn geta enn losað út í lofthjúp jarðar án þess að henda markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C fyrir róða benda til þess að skilja þurfi stóran hluta þekktra jarðefnaeldsneytislinda eftir í jörðinni. Holdren telur hins vegar ekki að það muni gerast með því að ákveða fyrir fram á hvaða svæðum auðlindir verða skildar eftir í jörðu enda væri það pólitískt vandasamt . Þess í stað telur hann að það muni gerast fyrir tilstuðlan markaðsafla þegar kostnaður við vinnslu jarðefna verður farinn að endurspegla þann kostnað sem hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. „Ég held að það muni gerast með því að heimurinn setji gjald á losun kolefnis sem hefur áhrif á fýsileika þess að vinna jarðefnaeldsneyti því að það mun þurfa að greiða fyrir losun koltvísýrings sem tengist vinnslunni. Það mun auka kostnað vinnslu og það er þegar dýrt að vinna olíu á norðurskautinu,“ segir Holdren. Breytingar á umhverfi norðurskautsins hafa auðveldað aðgengi að aulindum þar. Prirazlomnaya-olíuborpallurinn í Petsórahafi var sá fyrsti þar sem olíu var dælt upp úr jörðinni og unnin á norðurskautinu.Vísir/AFP Þannig verði það dýrustu og erfiðustu vinnslukostirnir sem menn skilji eftir í jörðinni. Holdren bendir á að að olíurisinn Shell hafi sagt skilið við norðurskautið eftir að hafa fjárfest milljarða dollara þar því fyrirtækið hafi ekki talið vinnslu þar arðbæra í ljósi núverandi og framtíðarolíuverðs. „Það vandamál mun magnast eftir því sem að kostnaður við losun kolefnis endurspeglast í verði vinnslu á jarðefnaeldsneyti,“ segir hann. Þurfa nýja kynslóð leiðtoga á norðurslóðum Pólitískir vindar í Bandaríkjunum hafa breyst frá því að Obama og Holdren sögðu skilið við Hvíta húsið. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur sýnt tilhneigingu til þess að draga sig í hlé á alþjóðavettvangi. Holdren segir ekki ljóst hvort að Trump muni halda áfram þátttöku í alþjóðasamstarfi um norðurslóðir. Trump hefur þegar afturkallað vernd Obama á hafsvæðum í Norður-Íshafi. Einkageirinn, háskólasamfélagið og frjálsfélagsamtök hafa hins vegar stigið inn og reynt að fylla í skarðið sem bandaríska alríkisstjórnin hefur skilið eftir sig á alþjóðavettvangi. Holdren segir að Norðurskautsverkefnið sé tilbúið að fylla upp í hluta tómarúmsins dragi Bandaríkjastjórn sig í hlé varðandi norðurslóðir. Holdren mun kynna Norðurskautsverkefnið á Arctic Circle-ráðstefnunni í Hörpu í dag. Eitt meginmarkmið þess er fræðsla fyrir leiðtoga framtíðarinnar um vísindin og reynslu annarra þjóða á norðurskautinu. „Við teljum heiminn þurfa nýja kynslóð leiðtoga á norðurslóðum sem skilja samspil umhverfisbreytinga á norðurskautinu sem hraðar loftslagsbreytingar knýja áfram við bæði tækifæri og áskoranir,“ segir Holdren. Með Holdren og Höllu Hrund í för er hópur nemenda við Harvard Kennedy-skólann sem vinna að lausnum fyrir norðurskautið. Þeir munu kynna vinnu sína á Arctic Circle-ráðstefnunni.Vísir/AFP Þar á meðal eru efnahagsleg tækifæri, nýjar siglingaleiðir og aðgangur að auðlindum á hafbotni og fiskimiðum en einnig nýjar áskoranir í stjórnun og öryggi sem tengjast loftslagsbreytingum, innviðum, samfélögum frumbyggja og náttúruvernd. „Við hugsum um samspil vísinda, tækni, hagfræði og stjórnmála og hvernig það hefur áhrif á málefni sem eru í grunninn alþjóðlegs eðlis eins og norðurskautið er. Við vitum vitum vel að það eru margar stofnanir, hópar, samtök, ríkisstofnanir og alþjóðastofnanir sem einbeita sér þegar að norðurskautinu en við vonumst til að bæta við það með nálgun sem tengir menntun og þjálfun við þverfaglegt sjónarhorn á hvernig fólk hugsar um samspil þessara ólíku þátta, samspil loftslagsbreytinga við innviði, efnahagslega þróun og örlög frumbyggja,“ segir Holdren.
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. 17. mars 2017 22:45 Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00
Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. 17. mars 2017 22:45
Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00