Dele Alli pakkaði Real saman í gær en þetta var hann að gera fyrir sléttum fimm árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 13:30 Frá MK Dons í Meistaradeildina með Spurs. vísir/getty Dele Alli, leikmaður Tottenham, spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar að Tottenham vann Real Madrid, 3-1. Alli byrjaði leiktíðina í þriggja leikja Evrópubanni en sneri aftur með stæl í gærkvöldi og skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem vann Real Madrid í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tottenham náði jafntefli á Bernabéu fyrir viku síðan og er nú í bílstjórasætinu í H-riðli. Það er í góðri stöðu að vinna riðilinn en í fyrra féll liðið niður í Evrópudeildina og tapaði svo þar í 32 liða úrslitum. Uppgangur Dele Alli hefur verið svakalega hraður en þessi 21 árs gamli Englendingur var keyptur frá MK Dons til Tottenham á fimm milljónir punda í janúar 2015. Hann var lánaður aftur til 1. deildar liðsins og hóf leik með Tottenham í ágúst 2015.Í gær voru nánast fimm ár upp á dag síðan að Dele Alli, þá 16 ára, þreytti frumraun sína með MK Dons. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bikarsins á móti Cambridge City. Alli sýndi strax hvað í hann er spunnið með fallegum tilþrifum. Hann skoraði svo glæsilegt mark með þrumuskoti í seinni leiknum á móti Cambridge en sá fyrri endaði með jafntefli. Nú, fimm árum síðar, er þessi ungi enski landsliðsmaður einn af eftirsóttustu miðjumönnum heims og maðurinn sem gerði grín að Evrópumeisturum Real Madrid. BBC tók saman stutt og skemmtilegt myndband um þessi tímamót Dele Alli sem má sjá með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30 Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Dele Alli, leikmaður Tottenham, spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar að Tottenham vann Real Madrid, 3-1. Alli byrjaði leiktíðina í þriggja leikja Evrópubanni en sneri aftur með stæl í gærkvöldi og skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem vann Real Madrid í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tottenham náði jafntefli á Bernabéu fyrir viku síðan og er nú í bílstjórasætinu í H-riðli. Það er í góðri stöðu að vinna riðilinn en í fyrra féll liðið niður í Evrópudeildina og tapaði svo þar í 32 liða úrslitum. Uppgangur Dele Alli hefur verið svakalega hraður en þessi 21 árs gamli Englendingur var keyptur frá MK Dons til Tottenham á fimm milljónir punda í janúar 2015. Hann var lánaður aftur til 1. deildar liðsins og hóf leik með Tottenham í ágúst 2015.Í gær voru nánast fimm ár upp á dag síðan að Dele Alli, þá 16 ára, þreytti frumraun sína með MK Dons. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bikarsins á móti Cambridge City. Alli sýndi strax hvað í hann er spunnið með fallegum tilþrifum. Hann skoraði svo glæsilegt mark með þrumuskoti í seinni leiknum á móti Cambridge en sá fyrri endaði með jafntefli. Nú, fimm árum síðar, er þessi ungi enski landsliðsmaður einn af eftirsóttustu miðjumönnum heims og maðurinn sem gerði grín að Evrópumeisturum Real Madrid. BBC tók saman stutt og skemmtilegt myndband um þessi tímamót Dele Alli sem má sjá með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30 Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30
Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45