Blindur stuðningsmaður Liverpool kvartar undir meðferð lögreglunnar á leiknum í Sevilla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 09:00 Stuðningsmaður Liverpool. Vísir/Getty Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira