Risinn vaknaði í Eyjum: „Vonandi er þetta byrjunin á einhverju stórkostlegu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15