Brestur markastíflan hjá Messi gegn Chelsea loksins í kvöld? Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. febrúar 2018 07:30 Lionel Messi hefur ekki gengið vel á móti Chelsea í gegnum árin. vísir/getty Einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, leiðir sína menn út á Stamford Bridge í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi ótrúlegi markahrókur hefur hrellt öll lið Evrópu, nema Chelsea sem virðist alltaf eiga lausnir til að stöðva hann. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld þegar 16-liða úrslitin fara af stað á ný en ein stærsta viðureign umferðarinnar er þegar Chelsea og Barcelona mætast og fer fyrri leikurinn fram í Lundúnum. Er þetta í tíunda skiptið sem Lionel Messi leikur gegn Chelsea í þessari sterkustu deild Evrópu en það magnaða er að honum hefur ekki enn tekist að skora mark í þessum leikjum. Aðeins einn leikur hefur unnist en sá sigur kom fyrir tólf árum.Þrír stjórar, engin mörk Þrátt fyrir að Chelsea hafi haft þrjá mismunandi knattspyrnustjóra í leikjunum tíu hafa þeir allir átt svör gegn þessum mikla markahrók sem hefur skorað 534 mörk í 620 leikjum fyrir Börsunga. Kom besta færi hans til að skora hjá Chelsea þegar þessi lið mættust í undanúrslitum þessarar keppni fyrir sex árum en vítaspyrna hans fór í slána. Það reyndist Börsungum dýrkeypt þar sem Fernando Torres sendi Chelsea í úrslitaleikinn með marki í uppbótartíma sem leiddi til fyrsta og eina Meistaradeildartitils félagsins.Gengið vel gegn öðrum enskum Messi hefur gengið vel gegn öðrum enskum liðum. Í sextán leikjum gegn Arsenal og Manchester-liðunum tveimur hefur hann unnið ellefu leiki og skorað sautján mörk en Chelsea virðist alltaf eiga lausn gegn honum. Messi hefur ekki skorað á 665 mínútum gegn enska félaginu en fær nú 180 mínútur til viðbótar til að brjóta ísinn gegn Chelsea.Courtois með númerið hjá Messi Messi átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá Petr Cech er hann lék með Chelsea en þetta er í fyrsta skiptið sem hann mætir enska félaginu með Thibaut Courtois í markinu. Framan af virtist Messi vera martröð fyrir Courtois er hann skoraði sex af ellefu mörkum Barcelona í aðeins þremur leikjum gegn Courtois þegar hann var hjá Atletico Madrid í láni. Þá virtist Courtois finna töfralausnina þar sem Messi mistókst í næstu átta tilraunum að skora fram hjá belgíska markverðinum hjá Barcelona og með argentínska landsliðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, leiðir sína menn út á Stamford Bridge í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi ótrúlegi markahrókur hefur hrellt öll lið Evrópu, nema Chelsea sem virðist alltaf eiga lausnir til að stöðva hann. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld þegar 16-liða úrslitin fara af stað á ný en ein stærsta viðureign umferðarinnar er þegar Chelsea og Barcelona mætast og fer fyrri leikurinn fram í Lundúnum. Er þetta í tíunda skiptið sem Lionel Messi leikur gegn Chelsea í þessari sterkustu deild Evrópu en það magnaða er að honum hefur ekki enn tekist að skora mark í þessum leikjum. Aðeins einn leikur hefur unnist en sá sigur kom fyrir tólf árum.Þrír stjórar, engin mörk Þrátt fyrir að Chelsea hafi haft þrjá mismunandi knattspyrnustjóra í leikjunum tíu hafa þeir allir átt svör gegn þessum mikla markahrók sem hefur skorað 534 mörk í 620 leikjum fyrir Börsunga. Kom besta færi hans til að skora hjá Chelsea þegar þessi lið mættust í undanúrslitum þessarar keppni fyrir sex árum en vítaspyrna hans fór í slána. Það reyndist Börsungum dýrkeypt þar sem Fernando Torres sendi Chelsea í úrslitaleikinn með marki í uppbótartíma sem leiddi til fyrsta og eina Meistaradeildartitils félagsins.Gengið vel gegn öðrum enskum Messi hefur gengið vel gegn öðrum enskum liðum. Í sextán leikjum gegn Arsenal og Manchester-liðunum tveimur hefur hann unnið ellefu leiki og skorað sautján mörk en Chelsea virðist alltaf eiga lausn gegn honum. Messi hefur ekki skorað á 665 mínútum gegn enska félaginu en fær nú 180 mínútur til viðbótar til að brjóta ísinn gegn Chelsea.Courtois með númerið hjá Messi Messi átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá Petr Cech er hann lék með Chelsea en þetta er í fyrsta skiptið sem hann mætir enska félaginu með Thibaut Courtois í markinu. Framan af virtist Messi vera martröð fyrir Courtois er hann skoraði sex af ellefu mörkum Barcelona í aðeins þremur leikjum gegn Courtois þegar hann var hjá Atletico Madrid í láni. Þá virtist Courtois finna töfralausnina þar sem Messi mistókst í næstu átta tilraunum að skora fram hjá belgíska markverðinum hjá Barcelona og með argentínska landsliðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira