Hið fullkomna frelsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. mars 2018 10:00 Marta Nordal. Marta Nordal hefur ástæðu til að fagna. Hún er leikstjóri Rocky Horror Show sem Borgarleikhúsið sýnir við gríðarlegar vinsældir. Marta hefur leikstýrt fjölda verka en segir þessa vinnu hafa verið mjög ólíka því sem hún hafi áður fengist við. „Ég hef aldrei leikstýrt á stóru sviði, aldrei leikstýrt jafn mannmargri og viðamikilli sýningu og aldrei leikstýrt söngleik. Þetta hefur verið mikil reynsla og vinnan var ótrúlega skemmtileg og gefandi,“ segir hún. „Í Rocky Horror er sterkt fólk á öllum póstum. Þegar þessir stórkostlegu listamenn koma saman þá verða til töfrar. Ég vil skapa töfra.“ Mörtu bíður nýtt og spennandi verkefni en hún tekur fljótlega við starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á það starf. Þegar ég útskrifaðist sem leikkona lék ég á Akureyri og var þar í eitt og hálft ár. Það var dásamlegur tími og ég kynntist mjög skemmtilegu fólki. Mér þótti strax mjög vænt um leikfélagið og samfélagið. Samkomuhúsið er ákaflega sjarmerandi hús með góðu sviði og ég á ákaflega góðar minningar þaðan,“ segir hún. Spurð um áherslur í hinu nýja starfi leikhússtjóra segir hún: „Fyrst og fremst vil ég fá fólk í leikhús. Ég vil að Akureyringar séu stoltir af leikhúsi sínu, finnist þeir eiga hlut í því og flykkist á sýningar. Þótt ég hafi mikinn áhuga á tilraunakenndu leikhúsi er ég ekki að fara að leggja áherslu á tilraunasýningar. Ég er að fara aðra leið. Ég ætla að leggja áherslu á barnasýningar og fjölskyldusýningar. Það er líka mikilvægt að stuðla að sérstöðu Leikfélags Akureyrar og skapa því sterka ímynd með því að tengja við norðlenska menningu; skáld og listamenn þaðan. Halda menningu þessa landshluta á lofti. Leikfélag Akureyrar er eina leikhúsið sem er með sinfóníuhljómsveit innanborðs, sem er ákveðinn styrkur sem þarf að nýta. Ég stefni því einnig á sýningar í samstarfi við Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Sinfóníuna og þá verður um að ræða söngleiki eða músíktengdar sýningar. Það er mikilvægt að skapa leikhússamfélag á Akureyri sem verður raunverulegt mótvægi við leikhúsin í Reykjavík en til þess að svo verði þarf að fastráða leikara og listamenn. Ég geri mér grein fyrir kostnaðinum við slíkt og ég stefni á einhverjar fastráðningar núna en langtímamarkmiðið er auðvitað að fyrir norðan verði til hópur sviðslistafólks sem býr þar og starfar.“Fimm ára í leikhúsgryfjuHvenær fékkstu áhuga á leiklist, var kannski mikill leiklistaráhugi á heimilinu? „Ég ólst upp í nánd við menningu og listir og fannst það bara sjálfsagt, en auðvitað var það ekkert sjálfsagt. Fjölmörg börn hafa ekki aðgengi að menningu og listum og í því felst mikið óréttlæti en eitt mesta óréttlæti sem til er, er að mismuna börnum. Það var reyndar ekki lögð mikil áhersla á leikhús í okkar uppeldi og pabbi og mamma hvöttu mig ekki sérstaklega til að fara út á þessa braut. Salvör systir var í ballett og ég fylgdist með henni. Hún smitaði mig af dansáhuganum og ég var í klassískum ballett þegar ég var lítil. Þegar ég var fimm ára sá ég Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu, reyndar nokkrum sinnum. Salvör var ein af litlu stelpunum sem dönsuðu í sýningunni. Hún tók mig stundum með og ég sat pínulítil í gryfjunni við hlið- ina á hljómsveitarstjóranum. Þetta var fyrsta upplifun mín af hinum heillandi heimi leikhússins. Ég varð hugfangin af leikhúsinu og fór að leika strax í barnaskóla í skólasýningum. Fjórtán ára gömul sá ég Cats í London og sú sýning hafði djúpstæð áhrif á mig. Ég hafði aldrei séð annað eins. Hluti af mér heillast af hinu mikla sjónarspili söngleikjanna, þótt ég hafi ekki fundið þörf fyrir að tjá það í list minni fyrr en núna. Í leiklistinni kem ég úr hinni klassísku átt og þar er annars konar nálgun og stíll.“Fyrirmyndin Ólöf Marta ólst upp í stórum systkinahópi. Systkini hennar eru Bera, Sigurður, Guðrún, Salvör og Ólöf, sem lést á síðasta ári. Ólöf lést langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. „Dauði hennar er það versta sem ég hef nokkru sinni upplifað,“ segir Marta. Hvernig manneskja var Ólöf? ,,Af systkinunum var Ólöf næst mér í aldri og við vorum mikið saman. Ég man að þegar við vorum krakkar gaf pabbi okkur mjög oft Toblerone. Ég faldi alltaf mitt súkkulaði því ég vildi njóta þess að borða það í einrúmi en Ólöf skildi sitt eftir á glámbekk og leyfði öllum að fá sér. Þetta var mjög lýsandi fyrir hana og kom strax fram þegar hún var barn. Hún var frjáls í sér, ekki bundin hlutum, einstaklega góð og mjög viðkvæm. Þegar hún var komin út í stjórnmálin lærði hún að koma sér upp skráp og faldi viðkvæmnina vel, en innst inni var hún alltaf sú sama. Ólöf var mér mjög mikil fyrirmynd. Hún var lífsnautnamanneskja, fljót að taka ákvarðanir og hörkudugleg. Hún lifði lífinu til fullnustu. Hún var ekki manneskjan sem sagði: „Ég hefði átt að…“ eða: „Ég átti eftir að gera þetta…“ Hún gerði það sem hún ætlaði sér. Hún átti auðugt líf. Hún eignaðist fjögur börn og ég sé hana í þeim öllum.“Frelsið á jaðrinumMarta útskrifaðist sem leikkona frá The Bristol Old Vic Theatre School árið 1995. Hún lék hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hún segir að leikkonustarfið hafi verið mjög gefandi. „Það er mikil þjálfun sem felst í því að standa á stóru sviði, þótt maður sé ekki í stórum hlutverkum. Maður vinnur með ólíku fólki og leikstjórum og er hluti af vel smurðri vél. Þetta gekk misvel og stundum var ég frústreraður leikari en ég öðlað- ist mikla reynslu. Ég ákvað síðan að snúa mér að leikstjórn og hef ekki leikið í tíu ár. Ég hef ekki fundið þörfina fyrir það.“ Áttu þér draumahlutverk? „Ekki lengur. Mig langaði alltaf til að leika stóru kvenhlutverkin í Shakespeare, eins og lafði Macbeth. Ég leik þetta ekki héðan af, mig skortir þjálfun.“ Árið 2010 stofnaði Marta leikhópinn Aldrei óstelandi ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og leikstýrði öllum sýningum hópsins. „Okkur langaði til að skapa leikhús að okkar hætti. Þegar maður er með eigin leikhóp getur maður búið til sín eigin verkefni, valið leikara og tekið þann tíma sem maður þarf í verkið. Maður getur gert það sem maður vill alveg frá grunni. Þetta er hið fullkomna frelsi. Frelsi er nauð- synlegt afl í hvaða listgrein sem er. Stofnanir eru háðar ákveðnum markaðsskilyrðum enda flókin fyrirbæri með mikla ábyrgð. Á jaðrinum ríkir hins vegar mikið frelsi og þar er framþróunin í listinni. Okkar markmið í Aldrei óstelandi hefur verið að skoða menningararf okkar upp á nýtt, ögra leikhúsforminu, gera tilraunir og hafa kjark til gera og segja það sem við viljum án þess að fylgja alltaf rótgrónum hugmyndum okkar um hvað leikhús á að vera. Litlir leikhópar þurfa ekki að hlýða markaðnum og eiga í raun ekki að hlýða einu eða neinu nema listinni.“Klisjan í leikhúsinuÞú hefur leikstýrt fjölda verka. Hvernig leikstjóri ertu? „Ég er ekki stjórnsöm. Ég kalla eftir hugmyndum frá leikurum og listamönnunum í kringum mig. Það hefur alltaf gefist best. Ég þarf á þessu samtali að halda. Ég fer ekki í vörn eða bít frá mér sé einhver ósammála mér. Ég kann að meta listrænan heiðarleika. Einn kvikmyndaleikstjóri sagði að það sem einkenndi góðan leikstjóra væri að velja fólk með sér sem væri betra en hann, mér þykir þetta góð speki.“ Talið berst að fjármögnun til menningarstarfsemi sem er grundvöllur listsköpunar en Marta segir: „Við verðum að skoða hvernig fjármunum er útdeilt og í hvað. Reykjavíkurborg úthlutar árlega menningarstyrkjum, allt frá 100 þúsundum upp í nokkrar milljónir fyrir hvert verkefni. Ég velti því fyrir mér hversu góð nýting er á fjármunum þegar þeim er dreift svona víða. Í þessari miklu dreifingu felst fælni við að taka ákvarðanir. Það krefst ákveðins hugrekkis að setja mikla peninga í fá verkefni og það krefst þess líka að menn standi með vali sínu. Það er auðveldara að dreifa peningunum sem mest því þá er hægt að friða alla. Margir fá eitthvað, en yfirleitt það lítið að þeir þurfa að leita að stórum styrkjum annars staðar frá. Mér finnst það vera íhugunarefni fyrir Reykjavíkurborg hvort hún ætti ekki að verða sterkari bakhjarl. Við höfum margoft fengið úthlutanir frá borginni og í mörgum tilfellum ekki getað notað peninginn í neitt.“ „Mér finnst líka kominn tími til að skoða uppstokkun á listamannalaunum og menningarsjóðum á vegum ríkisins sem allir eru með sérstaka stjórn og umsýslu. Í stað þess að vera með marga sjóði sem úthluta einu sinni á ári og dreifa þannig fjármagni milli listgreina mætti skoða að setja peningana í einn risastóran listasjóð sem úthlutað væri úr til allra listgreina samkvæmt eftirspurn. Þetta yrði með svipuðu fyrirkomulagi og Arts Council í Englandi. Ég held að með þessu móti gæti fjármagnið nýst betur og sjóðurinn verið öflugri og dýnamískari. Hugsanlega myndi líka þessi leiðinlega árlega umræða um listamannalaunin leggjast af þar sem úthlutanir væru 3-4 sinnum á ári í mismunandi verkefni og dreifðust þar af leiðandi yfir árið. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir en þyrftu að komast á kortið. Það þarf líka að hækka úthlutanir til verkefna svo að sjálfstæða senan verði raunverulegt mótvægi við stóru leikhúsin. Nú er ekki hægt að lifa á því að vera sjálfstæður sviðslistamaður, það gefast allir upp á endanum því fjármagnið er svo lítið til einstakra verkefna og launin svo lág. Við þurfum að eiga leikhúsfólk í sjálfstæða geiranum á öllum aldri ekki bara þá ungu nýútskrifuðu. Það er mjög mikilvægt fyrir leikhúsþróunina ef við viljum raunverulega fjölbreytni og nýsköpun eða viljum kynna sviðslistir utan landsteinanna.“Marta segir að það sé stundum eins og strákarnir hafi stokkið fullvaxnir úr höfði Seifs meðan konur hafa farið þrepaleiðina. Vísir/ValliÆsingur í umræðunni Hvernig finnst þér opinber umræða um leikhús vera hér á landi? „Við erum lítil þjóð og þeir einstaklingar sem helst taka til máls um leiklist eru þeir sem vinna ekki í leikhúsunum. Leikhúsfólk hikar við að segja skoðun sína opinberlega því allri gagnrýni er tekið persónulega, og þessir einstaklingar vilja ekki styggja þá sem eru hugsanlega að fara að ráða þá í vinnu. Þetta hamlar verulega uppbyggilegri gagnrýni og umræðu. Oft hefur mig langað til að segja þetta eða hitt en geri það ekki af þessum ástæðum. Ég nenni ekki að lenda upp á kant við fólk. Hef einu sinni gert það og fékk þá bara skömm í hattinn. Þetta verður alltaf persónulegt. Mér finnst leiklistargagnrýnendur ekki stuðla að nægilegri umræðu. Þegar þeir fara yfir leikárið eru þeir aðallega að telja upp verk og leikgerðir þegar þeir ættu að ræða um inntakið, erindið og samhengið við það sem verið er að gera á erlendum vettvangi.“ „En kannski eru þeir bara líka búnir að gefast upp, vilja ekki fá yfir sig skammir frá viðkvæmu leikhúsfólki. Við verðum oft dálítið æst í umræðunni og persónuleg og það fælir frá. Það verður til dæmis allt vitlaust ef einhver leyfir sér að segja að ekki sé allt í leikhúsi listsköpun. Mér finnst þetta vera dæmi um vanstillta umræðu því þetta er mjög áhugaverður punktur. Leikhús er ekki bara listsköpun, leikhús er líka skemmtun og það er ekkert skammaryrði. Það er ekki allt listsköpun og það eru ekki allir listamenn. Skemmtun fylgir ákveðinni formúlu og innan hennar er ekki mikil leit eða listsköpun en það þarf að vinna hana vel til að formúlan virki. Við eigum ekki að gera lítið úr skemmtun því hún er líka mikilvæg fyrir sálartetrið. En það er mikilvægt að orð glati ekki merkingu sinni og hlutir séu kallaðir sínum réttu nöfnum, annars fletjum við allt út. Klisjan hefur rutt sér inn í leikhús og við erum hætt að gera greinarmun á henni og raunverulegri listsköpun og leit. Klisjan er sýnileg í leik, skrifum og sviðsetningu. Þetta eru bara bein áhrif frá Hollywood en við verðum að vera vakandi fyrir þessu og í stað þess að samþykkja staðfestar hugmyndir án umhugsunar verðum við að spyrja spurninga og leita annarra leiða eða að minnsta kosti nota klisjuna meðvitað.“Finnst þér konur fá næg tækifæri í leikhúsheiminum? „Til langs tíma var leikhúsið karlaheimur þar sem strákarnir stóðu saman. Mér finnst eins og þetta sé að breytast. Fleiri konur eru komnar í framvarðarsveit og ýta konum fram sem er löngu tímabært. Sem dæmi má nefna að Brynhildur Guðjónsdóttir mun leikstýra jólasýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III eftir Shakespeare. Það hefur hingað til ekki þótt tiltökumál fyrir strákana að leikstýra stórum sýningum þrátt fyrir að vera reynslulitlir í leikstjórn og þeir hafa sóst eftir því. Það er stundum eins og strákarnir hafi stokkið fullvaxnir úr höfði Seifs meðan konur hafa farið þrepaleiðina. Það er bara þannig að karlmenn treysta karlmönnum betur en konum og fela þeim frekar verkefni. Það skiptir því miklu máli að konur séu í hópi yfirmanna og geri hlut kvenna sem mestan. Talið berst óhjákvæmilega að MeToo-byltingunni. Marta segir að þar snúi ekkert að henni sjálfri sem hún þurfti að ræða sérstaklega. „Það þarf að uppræta þennan karlakúltúr sem hefur ríkt alltof lengi, alls staðar. Við höfum leyft þessu að viðgangast,“ segir hún. „Það er oft talað niður til kvenna, þeim er sýnd kynferðisleg áreitni og þurfa margar að þola eitthvað enn verra. Þetta er auðvitað óþolandi og mikilvægt að konur geri þetta sýnilegt og krefjist breytinga. Hins vegar getur það verið varhugaverð þróun þegar menn eru sviptir ærunni án þess að dómstólaleiðin sé farin og ekki er ljóst hver stendur á bak við ásakanirnar. Það er ástæða fyrir því að við erum með dómstóla. Það er verið að ásaka manneskjur sem við sem tengjumst leikhúsinu þekkjum og höfum unnið með. Í sumum þessara mála hef ég engar forsendur til að móta mér afstöðu því ég veit ekki hvað gerðist og veit ekki hver stendur á bak við ásakanirnar. Maður situr eftir með spurningarmerki. Þetta hefur reynst mörgum í leikhúsinu afar erfitt og hefur valdið mér ákveðnu hugarangri. Umræðan á síðustu mánuðum hefur líka verið soldið vægðarlaus og einhliða, ég hef til dæmis verið hugsi yfir harðri gagnrýni á Listaháskólann og þá sérstaklega frá fólki sem aldrei hefur starfað þar og þekkir lítið til. Mér finnst það soldið ábyrgðarlaust.“ Miskunnarlaus heimurÞað hefur heyrst að erfitt sé að eldast í leikhúsinu, verkefnin verði einfaldlega mun færri. Er það rétt? „Í þessu fagi mínu hef ég séð hversu erfitt það er að eldast. Kollegum mínum hefur mörgum verið ýtt til hliðar þegar þeir eru komnir yfir fimmtugt. Þetta er fólk sem er enn í fullu fjöri, er reynslumikið og hefur mikið að gefa, en þarf að þola það að eftirspurnin minnkar jafnt og þétt þar til hún er orðin engin. Leikhúsið er líka miskunnarlaus heimur og stundum dettur fólk bara úr tísku, er í öllu eina stundina og svo allt í einu ekki í neinu. Ég hef horft upp á þetta aftur og aftur. Kannski er það vegna þess hversu fá við erum að við fáum bara leið hvert á öðru og viljum eitthvað nýtt eða að okkur leyfist illa að gera mistök sem er reyndar fáránlegt þar sem það sem aðrir kalla mistök geta verið mikilvægar gjafir í listsköpun. Að minnsta kosti hef ég lært meira á mínum svokölluðu mistökum en öllu því sem gekk upp. Svo er það bara skilgreiningaratriði í listum hvað kalla má mistök.“Kvíðir þú því að eldast? „Ég vann einu sinni á elliheimili og mér fannst erfitt að upplifa einmanaleikann sem ég sá þar. Mér finnst gaman að vera til og stússast í lífinu. Ég kvíði hins vegar einmanaleikanum í ellinni þegar enginn hefur áhuga á manni lengur og maður finnur ekki fyrir drifkrafti vegna þess að það er ekkert fyrir mann að gera. Ég óttast að þá verði ég dottin út úr hringiðunni, ekki lengur eftirsótt og sömuleiðis hætt að vera eftirsóttur félagsskapur. Þetta fer samt eftir fólki. Pabbi er lífsfjörugasti maður sem ég þekki, í honum býr mikill lífsþorsti og lífsvilji. Hann er alltaf að og sílesandi. Hann er hinn fullkomni eldri maður að því leyti að hann fer allt og lætur ekkert stoppa sig.“Hvað hefur vinnan í leikhúsinu gefið þér? „Ég hef oft hugsað: Myndi ég geta gert eitthvað annað? Þetta er svo mikið tilfinningastarf og það er kannski það erfiðasta. Þegar ég er að vinna að verkefnum geng ég algjörlega inn í þau. Rétt fyrir frumsýningu er ég ein taugahrúga, þótt það sjáist ekki á mér. Þegar ég tek að mér ný verkefni segir maðurinn minn: „Guð minn góður, ætlarðu að leggja þetta á þig eina ferðina enn!“ Ég hef unun af að fara á sýningar og ræða þær, bæði hér heima og erlendis. Ég hef sterka ástríðu fyrir leikhúsinu en veit ekkert hvaðan hún kemur. Þessi blossandi áhugi kviknaði þegar ég var ung og árin hafa ekkert dregið úr honum. Nú bíður mín nýtt verkefni, þar sem ég sem leikhússtjóri stíg frá eigin listsköpun og stuðla að listsköpun annarra. Ég hlakka til." Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Marta Nordal hefur ástæðu til að fagna. Hún er leikstjóri Rocky Horror Show sem Borgarleikhúsið sýnir við gríðarlegar vinsældir. Marta hefur leikstýrt fjölda verka en segir þessa vinnu hafa verið mjög ólíka því sem hún hafi áður fengist við. „Ég hef aldrei leikstýrt á stóru sviði, aldrei leikstýrt jafn mannmargri og viðamikilli sýningu og aldrei leikstýrt söngleik. Þetta hefur verið mikil reynsla og vinnan var ótrúlega skemmtileg og gefandi,“ segir hún. „Í Rocky Horror er sterkt fólk á öllum póstum. Þegar þessir stórkostlegu listamenn koma saman þá verða til töfrar. Ég vil skapa töfra.“ Mörtu bíður nýtt og spennandi verkefni en hún tekur fljótlega við starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á það starf. Þegar ég útskrifaðist sem leikkona lék ég á Akureyri og var þar í eitt og hálft ár. Það var dásamlegur tími og ég kynntist mjög skemmtilegu fólki. Mér þótti strax mjög vænt um leikfélagið og samfélagið. Samkomuhúsið er ákaflega sjarmerandi hús með góðu sviði og ég á ákaflega góðar minningar þaðan,“ segir hún. Spurð um áherslur í hinu nýja starfi leikhússtjóra segir hún: „Fyrst og fremst vil ég fá fólk í leikhús. Ég vil að Akureyringar séu stoltir af leikhúsi sínu, finnist þeir eiga hlut í því og flykkist á sýningar. Þótt ég hafi mikinn áhuga á tilraunakenndu leikhúsi er ég ekki að fara að leggja áherslu á tilraunasýningar. Ég er að fara aðra leið. Ég ætla að leggja áherslu á barnasýningar og fjölskyldusýningar. Það er líka mikilvægt að stuðla að sérstöðu Leikfélags Akureyrar og skapa því sterka ímynd með því að tengja við norðlenska menningu; skáld og listamenn þaðan. Halda menningu þessa landshluta á lofti. Leikfélag Akureyrar er eina leikhúsið sem er með sinfóníuhljómsveit innanborðs, sem er ákveðinn styrkur sem þarf að nýta. Ég stefni því einnig á sýningar í samstarfi við Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Sinfóníuna og þá verður um að ræða söngleiki eða músíktengdar sýningar. Það er mikilvægt að skapa leikhússamfélag á Akureyri sem verður raunverulegt mótvægi við leikhúsin í Reykjavík en til þess að svo verði þarf að fastráða leikara og listamenn. Ég geri mér grein fyrir kostnaðinum við slíkt og ég stefni á einhverjar fastráðningar núna en langtímamarkmiðið er auðvitað að fyrir norðan verði til hópur sviðslistafólks sem býr þar og starfar.“Fimm ára í leikhúsgryfjuHvenær fékkstu áhuga á leiklist, var kannski mikill leiklistaráhugi á heimilinu? „Ég ólst upp í nánd við menningu og listir og fannst það bara sjálfsagt, en auðvitað var það ekkert sjálfsagt. Fjölmörg börn hafa ekki aðgengi að menningu og listum og í því felst mikið óréttlæti en eitt mesta óréttlæti sem til er, er að mismuna börnum. Það var reyndar ekki lögð mikil áhersla á leikhús í okkar uppeldi og pabbi og mamma hvöttu mig ekki sérstaklega til að fara út á þessa braut. Salvör systir var í ballett og ég fylgdist með henni. Hún smitaði mig af dansáhuganum og ég var í klassískum ballett þegar ég var lítil. Þegar ég var fimm ára sá ég Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu, reyndar nokkrum sinnum. Salvör var ein af litlu stelpunum sem dönsuðu í sýningunni. Hún tók mig stundum með og ég sat pínulítil í gryfjunni við hlið- ina á hljómsveitarstjóranum. Þetta var fyrsta upplifun mín af hinum heillandi heimi leikhússins. Ég varð hugfangin af leikhúsinu og fór að leika strax í barnaskóla í skólasýningum. Fjórtán ára gömul sá ég Cats í London og sú sýning hafði djúpstæð áhrif á mig. Ég hafði aldrei séð annað eins. Hluti af mér heillast af hinu mikla sjónarspili söngleikjanna, þótt ég hafi ekki fundið þörf fyrir að tjá það í list minni fyrr en núna. Í leiklistinni kem ég úr hinni klassísku átt og þar er annars konar nálgun og stíll.“Fyrirmyndin Ólöf Marta ólst upp í stórum systkinahópi. Systkini hennar eru Bera, Sigurður, Guðrún, Salvör og Ólöf, sem lést á síðasta ári. Ólöf lést langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. „Dauði hennar er það versta sem ég hef nokkru sinni upplifað,“ segir Marta. Hvernig manneskja var Ólöf? ,,Af systkinunum var Ólöf næst mér í aldri og við vorum mikið saman. Ég man að þegar við vorum krakkar gaf pabbi okkur mjög oft Toblerone. Ég faldi alltaf mitt súkkulaði því ég vildi njóta þess að borða það í einrúmi en Ólöf skildi sitt eftir á glámbekk og leyfði öllum að fá sér. Þetta var mjög lýsandi fyrir hana og kom strax fram þegar hún var barn. Hún var frjáls í sér, ekki bundin hlutum, einstaklega góð og mjög viðkvæm. Þegar hún var komin út í stjórnmálin lærði hún að koma sér upp skráp og faldi viðkvæmnina vel, en innst inni var hún alltaf sú sama. Ólöf var mér mjög mikil fyrirmynd. Hún var lífsnautnamanneskja, fljót að taka ákvarðanir og hörkudugleg. Hún lifði lífinu til fullnustu. Hún var ekki manneskjan sem sagði: „Ég hefði átt að…“ eða: „Ég átti eftir að gera þetta…“ Hún gerði það sem hún ætlaði sér. Hún átti auðugt líf. Hún eignaðist fjögur börn og ég sé hana í þeim öllum.“Frelsið á jaðrinumMarta útskrifaðist sem leikkona frá The Bristol Old Vic Theatre School árið 1995. Hún lék hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hún segir að leikkonustarfið hafi verið mjög gefandi. „Það er mikil þjálfun sem felst í því að standa á stóru sviði, þótt maður sé ekki í stórum hlutverkum. Maður vinnur með ólíku fólki og leikstjórum og er hluti af vel smurðri vél. Þetta gekk misvel og stundum var ég frústreraður leikari en ég öðlað- ist mikla reynslu. Ég ákvað síðan að snúa mér að leikstjórn og hef ekki leikið í tíu ár. Ég hef ekki fundið þörfina fyrir það.“ Áttu þér draumahlutverk? „Ekki lengur. Mig langaði alltaf til að leika stóru kvenhlutverkin í Shakespeare, eins og lafði Macbeth. Ég leik þetta ekki héðan af, mig skortir þjálfun.“ Árið 2010 stofnaði Marta leikhópinn Aldrei óstelandi ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og leikstýrði öllum sýningum hópsins. „Okkur langaði til að skapa leikhús að okkar hætti. Þegar maður er með eigin leikhóp getur maður búið til sín eigin verkefni, valið leikara og tekið þann tíma sem maður þarf í verkið. Maður getur gert það sem maður vill alveg frá grunni. Þetta er hið fullkomna frelsi. Frelsi er nauð- synlegt afl í hvaða listgrein sem er. Stofnanir eru háðar ákveðnum markaðsskilyrðum enda flókin fyrirbæri með mikla ábyrgð. Á jaðrinum ríkir hins vegar mikið frelsi og þar er framþróunin í listinni. Okkar markmið í Aldrei óstelandi hefur verið að skoða menningararf okkar upp á nýtt, ögra leikhúsforminu, gera tilraunir og hafa kjark til gera og segja það sem við viljum án þess að fylgja alltaf rótgrónum hugmyndum okkar um hvað leikhús á að vera. Litlir leikhópar þurfa ekki að hlýða markaðnum og eiga í raun ekki að hlýða einu eða neinu nema listinni.“Klisjan í leikhúsinuÞú hefur leikstýrt fjölda verka. Hvernig leikstjóri ertu? „Ég er ekki stjórnsöm. Ég kalla eftir hugmyndum frá leikurum og listamönnunum í kringum mig. Það hefur alltaf gefist best. Ég þarf á þessu samtali að halda. Ég fer ekki í vörn eða bít frá mér sé einhver ósammála mér. Ég kann að meta listrænan heiðarleika. Einn kvikmyndaleikstjóri sagði að það sem einkenndi góðan leikstjóra væri að velja fólk með sér sem væri betra en hann, mér þykir þetta góð speki.“ Talið berst að fjármögnun til menningarstarfsemi sem er grundvöllur listsköpunar en Marta segir: „Við verðum að skoða hvernig fjármunum er útdeilt og í hvað. Reykjavíkurborg úthlutar árlega menningarstyrkjum, allt frá 100 þúsundum upp í nokkrar milljónir fyrir hvert verkefni. Ég velti því fyrir mér hversu góð nýting er á fjármunum þegar þeim er dreift svona víða. Í þessari miklu dreifingu felst fælni við að taka ákvarðanir. Það krefst ákveðins hugrekkis að setja mikla peninga í fá verkefni og það krefst þess líka að menn standi með vali sínu. Það er auðveldara að dreifa peningunum sem mest því þá er hægt að friða alla. Margir fá eitthvað, en yfirleitt það lítið að þeir þurfa að leita að stórum styrkjum annars staðar frá. Mér finnst það vera íhugunarefni fyrir Reykjavíkurborg hvort hún ætti ekki að verða sterkari bakhjarl. Við höfum margoft fengið úthlutanir frá borginni og í mörgum tilfellum ekki getað notað peninginn í neitt.“ „Mér finnst líka kominn tími til að skoða uppstokkun á listamannalaunum og menningarsjóðum á vegum ríkisins sem allir eru með sérstaka stjórn og umsýslu. Í stað þess að vera með marga sjóði sem úthluta einu sinni á ári og dreifa þannig fjármagni milli listgreina mætti skoða að setja peningana í einn risastóran listasjóð sem úthlutað væri úr til allra listgreina samkvæmt eftirspurn. Þetta yrði með svipuðu fyrirkomulagi og Arts Council í Englandi. Ég held að með þessu móti gæti fjármagnið nýst betur og sjóðurinn verið öflugri og dýnamískari. Hugsanlega myndi líka þessi leiðinlega árlega umræða um listamannalaunin leggjast af þar sem úthlutanir væru 3-4 sinnum á ári í mismunandi verkefni og dreifðust þar af leiðandi yfir árið. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir en þyrftu að komast á kortið. Það þarf líka að hækka úthlutanir til verkefna svo að sjálfstæða senan verði raunverulegt mótvægi við stóru leikhúsin. Nú er ekki hægt að lifa á því að vera sjálfstæður sviðslistamaður, það gefast allir upp á endanum því fjármagnið er svo lítið til einstakra verkefna og launin svo lág. Við þurfum að eiga leikhúsfólk í sjálfstæða geiranum á öllum aldri ekki bara þá ungu nýútskrifuðu. Það er mjög mikilvægt fyrir leikhúsþróunina ef við viljum raunverulega fjölbreytni og nýsköpun eða viljum kynna sviðslistir utan landsteinanna.“Marta segir að það sé stundum eins og strákarnir hafi stokkið fullvaxnir úr höfði Seifs meðan konur hafa farið þrepaleiðina. Vísir/ValliÆsingur í umræðunni Hvernig finnst þér opinber umræða um leikhús vera hér á landi? „Við erum lítil þjóð og þeir einstaklingar sem helst taka til máls um leiklist eru þeir sem vinna ekki í leikhúsunum. Leikhúsfólk hikar við að segja skoðun sína opinberlega því allri gagnrýni er tekið persónulega, og þessir einstaklingar vilja ekki styggja þá sem eru hugsanlega að fara að ráða þá í vinnu. Þetta hamlar verulega uppbyggilegri gagnrýni og umræðu. Oft hefur mig langað til að segja þetta eða hitt en geri það ekki af þessum ástæðum. Ég nenni ekki að lenda upp á kant við fólk. Hef einu sinni gert það og fékk þá bara skömm í hattinn. Þetta verður alltaf persónulegt. Mér finnst leiklistargagnrýnendur ekki stuðla að nægilegri umræðu. Þegar þeir fara yfir leikárið eru þeir aðallega að telja upp verk og leikgerðir þegar þeir ættu að ræða um inntakið, erindið og samhengið við það sem verið er að gera á erlendum vettvangi.“ „En kannski eru þeir bara líka búnir að gefast upp, vilja ekki fá yfir sig skammir frá viðkvæmu leikhúsfólki. Við verðum oft dálítið æst í umræðunni og persónuleg og það fælir frá. Það verður til dæmis allt vitlaust ef einhver leyfir sér að segja að ekki sé allt í leikhúsi listsköpun. Mér finnst þetta vera dæmi um vanstillta umræðu því þetta er mjög áhugaverður punktur. Leikhús er ekki bara listsköpun, leikhús er líka skemmtun og það er ekkert skammaryrði. Það er ekki allt listsköpun og það eru ekki allir listamenn. Skemmtun fylgir ákveðinni formúlu og innan hennar er ekki mikil leit eða listsköpun en það þarf að vinna hana vel til að formúlan virki. Við eigum ekki að gera lítið úr skemmtun því hún er líka mikilvæg fyrir sálartetrið. En það er mikilvægt að orð glati ekki merkingu sinni og hlutir séu kallaðir sínum réttu nöfnum, annars fletjum við allt út. Klisjan hefur rutt sér inn í leikhús og við erum hætt að gera greinarmun á henni og raunverulegri listsköpun og leit. Klisjan er sýnileg í leik, skrifum og sviðsetningu. Þetta eru bara bein áhrif frá Hollywood en við verðum að vera vakandi fyrir þessu og í stað þess að samþykkja staðfestar hugmyndir án umhugsunar verðum við að spyrja spurninga og leita annarra leiða eða að minnsta kosti nota klisjuna meðvitað.“Finnst þér konur fá næg tækifæri í leikhúsheiminum? „Til langs tíma var leikhúsið karlaheimur þar sem strákarnir stóðu saman. Mér finnst eins og þetta sé að breytast. Fleiri konur eru komnar í framvarðarsveit og ýta konum fram sem er löngu tímabært. Sem dæmi má nefna að Brynhildur Guðjónsdóttir mun leikstýra jólasýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III eftir Shakespeare. Það hefur hingað til ekki þótt tiltökumál fyrir strákana að leikstýra stórum sýningum þrátt fyrir að vera reynslulitlir í leikstjórn og þeir hafa sóst eftir því. Það er stundum eins og strákarnir hafi stokkið fullvaxnir úr höfði Seifs meðan konur hafa farið þrepaleiðina. Það er bara þannig að karlmenn treysta karlmönnum betur en konum og fela þeim frekar verkefni. Það skiptir því miklu máli að konur séu í hópi yfirmanna og geri hlut kvenna sem mestan. Talið berst óhjákvæmilega að MeToo-byltingunni. Marta segir að þar snúi ekkert að henni sjálfri sem hún þurfti að ræða sérstaklega. „Það þarf að uppræta þennan karlakúltúr sem hefur ríkt alltof lengi, alls staðar. Við höfum leyft þessu að viðgangast,“ segir hún. „Það er oft talað niður til kvenna, þeim er sýnd kynferðisleg áreitni og þurfa margar að þola eitthvað enn verra. Þetta er auðvitað óþolandi og mikilvægt að konur geri þetta sýnilegt og krefjist breytinga. Hins vegar getur það verið varhugaverð þróun þegar menn eru sviptir ærunni án þess að dómstólaleiðin sé farin og ekki er ljóst hver stendur á bak við ásakanirnar. Það er ástæða fyrir því að við erum með dómstóla. Það er verið að ásaka manneskjur sem við sem tengjumst leikhúsinu þekkjum og höfum unnið með. Í sumum þessara mála hef ég engar forsendur til að móta mér afstöðu því ég veit ekki hvað gerðist og veit ekki hver stendur á bak við ásakanirnar. Maður situr eftir með spurningarmerki. Þetta hefur reynst mörgum í leikhúsinu afar erfitt og hefur valdið mér ákveðnu hugarangri. Umræðan á síðustu mánuðum hefur líka verið soldið vægðarlaus og einhliða, ég hef til dæmis verið hugsi yfir harðri gagnrýni á Listaháskólann og þá sérstaklega frá fólki sem aldrei hefur starfað þar og þekkir lítið til. Mér finnst það soldið ábyrgðarlaust.“ Miskunnarlaus heimurÞað hefur heyrst að erfitt sé að eldast í leikhúsinu, verkefnin verði einfaldlega mun færri. Er það rétt? „Í þessu fagi mínu hef ég séð hversu erfitt það er að eldast. Kollegum mínum hefur mörgum verið ýtt til hliðar þegar þeir eru komnir yfir fimmtugt. Þetta er fólk sem er enn í fullu fjöri, er reynslumikið og hefur mikið að gefa, en þarf að þola það að eftirspurnin minnkar jafnt og þétt þar til hún er orðin engin. Leikhúsið er líka miskunnarlaus heimur og stundum dettur fólk bara úr tísku, er í öllu eina stundina og svo allt í einu ekki í neinu. Ég hef horft upp á þetta aftur og aftur. Kannski er það vegna þess hversu fá við erum að við fáum bara leið hvert á öðru og viljum eitthvað nýtt eða að okkur leyfist illa að gera mistök sem er reyndar fáránlegt þar sem það sem aðrir kalla mistök geta verið mikilvægar gjafir í listsköpun. Að minnsta kosti hef ég lært meira á mínum svokölluðu mistökum en öllu því sem gekk upp. Svo er það bara skilgreiningaratriði í listum hvað kalla má mistök.“Kvíðir þú því að eldast? „Ég vann einu sinni á elliheimili og mér fannst erfitt að upplifa einmanaleikann sem ég sá þar. Mér finnst gaman að vera til og stússast í lífinu. Ég kvíði hins vegar einmanaleikanum í ellinni þegar enginn hefur áhuga á manni lengur og maður finnur ekki fyrir drifkrafti vegna þess að það er ekkert fyrir mann að gera. Ég óttast að þá verði ég dottin út úr hringiðunni, ekki lengur eftirsótt og sömuleiðis hætt að vera eftirsóttur félagsskapur. Þetta fer samt eftir fólki. Pabbi er lífsfjörugasti maður sem ég þekki, í honum býr mikill lífsþorsti og lífsvilji. Hann er alltaf að og sílesandi. Hann er hinn fullkomni eldri maður að því leyti að hann fer allt og lætur ekkert stoppa sig.“Hvað hefur vinnan í leikhúsinu gefið þér? „Ég hef oft hugsað: Myndi ég geta gert eitthvað annað? Þetta er svo mikið tilfinningastarf og það er kannski það erfiðasta. Þegar ég er að vinna að verkefnum geng ég algjörlega inn í þau. Rétt fyrir frumsýningu er ég ein taugahrúga, þótt það sjáist ekki á mér. Þegar ég tek að mér ný verkefni segir maðurinn minn: „Guð minn góður, ætlarðu að leggja þetta á þig eina ferðina enn!“ Ég hef unun af að fara á sýningar og ræða þær, bæði hér heima og erlendis. Ég hef sterka ástríðu fyrir leikhúsinu en veit ekkert hvaðan hún kemur. Þessi blossandi áhugi kviknaði þegar ég var ung og árin hafa ekkert dregið úr honum. Nú bíður mín nýtt verkefni, þar sem ég sem leikhússtjóri stíg frá eigin listsköpun og stuðla að listsköpun annarra. Ég hlakka til."
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira