NBA: Stórleikur Harden reddaði ísköldum Houston mönnum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 07:30 James Harden fagnar körfu í nótt. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira