Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2018 18:45 Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. Mæður sem hittu ráðherrann í dag segja réttláta launahækkun 300 kvenna ekki setja þjóðfélagið á annan endann. Kjaraviðræður ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hafa verið í hnút frá því deilunni var vísað til ríkissáttasemjara hinn 5. febrúar. Síðasti samningafundur var á þriðjudag í síðustu viku og hefur verið boðað til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Deila ljósmæðra hefur að sjálfsögðu áhrif á verðandi mæður. Þær mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun til að færa fjármálaráðherra köku. Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra. „Við vildum bara færa þér köku til að hafa með kaffinu þegar þið ræðið mál ljósmæðra,“ sagði Íris Tanja Flyering sem mætti með níu mánaða dóttur sína. „Takk fyrir það. Hún er blá og falleg,“ sagði Bjarni Benediktsson greinilega ánægður með kökuna. Hann lýsti því yfir á Alþingi í vikunni að kröfur ljósmæðra væru óaðgengilegar en Íris Tanja sagði honum að það væri allt í lagi að skipta um skoðun. „Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra.“ „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ sagði fjármálaráðherra. Kröfur ljósmæðra hins vegar stefna öðrum samningum í hættu.Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra.vísir/vilhelmKröfur langt umfram aðra samninga „Það er sjálfsagt að greina frá því að þær kröfur sem síðast komu fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám. En það þýðir ekki að ég sé ekki bjartsýnn á að við getum unnið með þær kröfur og fundið leiðir til að leiða fram niðurstöðu. Það er umboðið sem samninganefnd ríkisins hefur.“ Margir erfiðir samningar hafi verið gerðir á undanförnum tólf mánuðum og launakröfur ljósmæðra séu langt umfram þá samninga. Andrea Eyland Sóleyar- og Björgvinsdóttir sem á að fæða eftir viku segir undarlegt að ráðherra telji samfélagið fara á hliðina með hækkun launa 300 kvenna. „Mér finnst það skrítið þar sem hann hefur tekið við launahækkunum án þess að hika og þjóðfélagið ekki farið á hliðina við það,“ segir Andrea Eyland og vísar til launahækkana sem kjararáð færði ráðherrum og þingmönnum. Ákveðin kaldhæðni hafi falist í kökugjöfinni til Bjarna þar sem hann sé mikill kökugerðarmaður. „Meðan við vorum látin bíða hér úti í kulda og vosbúð tvær óléttar og ein með lítið barn hertist svolítið hugurinn. Við vorum orðnar svolítið efldar þegar hann kom út og við ætluðum svolítið að taka hann á beinið með þetta,“ segir Andrea Eyland. En þegar Bjarni gekk á braut með kökuna mátti heyra hann segja „Þetta er mikil kaka.“ Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. Mæður sem hittu ráðherrann í dag segja réttláta launahækkun 300 kvenna ekki setja þjóðfélagið á annan endann. Kjaraviðræður ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hafa verið í hnút frá því deilunni var vísað til ríkissáttasemjara hinn 5. febrúar. Síðasti samningafundur var á þriðjudag í síðustu viku og hefur verið boðað til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Deila ljósmæðra hefur að sjálfsögðu áhrif á verðandi mæður. Þær mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun til að færa fjármálaráðherra köku. Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra. „Við vildum bara færa þér köku til að hafa með kaffinu þegar þið ræðið mál ljósmæðra,“ sagði Íris Tanja Flyering sem mætti með níu mánaða dóttur sína. „Takk fyrir það. Hún er blá og falleg,“ sagði Bjarni Benediktsson greinilega ánægður með kökuna. Hann lýsti því yfir á Alþingi í vikunni að kröfur ljósmæðra væru óaðgengilegar en Íris Tanja sagði honum að það væri allt í lagi að skipta um skoðun. „Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra.“ „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ sagði fjármálaráðherra. Kröfur ljósmæðra hins vegar stefna öðrum samningum í hættu.Kakan var skreytt með mynd af fóstri í móðurkviði og henni fylgdi áskorun um að verða við launakröfum ljósmæðra.vísir/vilhelmKröfur langt umfram aðra samninga „Það er sjálfsagt að greina frá því að þær kröfur sem síðast komu fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám. En það þýðir ekki að ég sé ekki bjartsýnn á að við getum unnið með þær kröfur og fundið leiðir til að leiða fram niðurstöðu. Það er umboðið sem samninganefnd ríkisins hefur.“ Margir erfiðir samningar hafi verið gerðir á undanförnum tólf mánuðum og launakröfur ljósmæðra séu langt umfram þá samninga. Andrea Eyland Sóleyar- og Björgvinsdóttir sem á að fæða eftir viku segir undarlegt að ráðherra telji samfélagið fara á hliðina með hækkun launa 300 kvenna. „Mér finnst það skrítið þar sem hann hefur tekið við launahækkunum án þess að hika og þjóðfélagið ekki farið á hliðina við það,“ segir Andrea Eyland og vísar til launahækkana sem kjararáð færði ráðherrum og þingmönnum. Ákveðin kaldhæðni hafi falist í kökugjöfinni til Bjarna þar sem hann sé mikill kökugerðarmaður. „Meðan við vorum látin bíða hér úti í kulda og vosbúð tvær óléttar og ein með lítið barn hertist svolítið hugurinn. Við vorum orðnar svolítið efldar þegar hann kom út og við ætluðum svolítið að taka hann á beinið með þetta,“ segir Andrea Eyland. En þegar Bjarni gekk á braut með kökuna mátti heyra hann segja „Þetta er mikil kaka.“
Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45