Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. apríl 2018 06:00 Að meðaltali fæða níu konur á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44