Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Björkin fæðingarstofa opnaði vorið 2017. Vísir/Vilhelm Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15