Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 11:45 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. Vísir/eyþór Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í fjölmiðlum að loknum fundinum að kröfur ljósmæðra hefðu verið of dýrar en að ríkið væri tilbúið til að skoða aðra fleti til að leysa mætti deiluna. Katrín segir að ljósmæður hafi verið óhressar með þessi ummæli Gunnars. „Við lögðum fram okkar lokakröfur og við munum ekkert hvika frá þeim. Við erum búin að koma verulega til móts við ríkið og erum búnar að lækka okkar kröfur verulega. Við lögðum þær fram á síðasta fundi og eins og við skildum það þá vildu þeir fá að setja þetta í rauninni í annan búning, setja þetta fram á annan hátt eins og við skildum það. Það var okkur alveg að sársaukalausu,“ segir Katrín en tekur þó fram að ljósmæðrum hafi fundist mjög langt að bíða í tæpa viku eftir næsta samningafundi sem verður í dag klukkan 14. „En svo sem ekkert við því að gera, hann sagði að það væri ekki hægt að vinna þetta hraðar en kemur svo í viðtal strax eftir fundinn þar sem hann segir að kröfur okkar séu enn of háar og óaðgengilegar. Þetta er smekklaust í penasta lagi og vegna þess höfum við verið mjög óhressar. Við reyndum ítrekað síðastliðinn laugardag að fá fundi flýtt því við erum ekki til í að taka þátt í svona skrípaleik. Hann talar um að kalla saman fólk úr fríi til þess að fara að setja saman eitthvað sem hann veit að við komum ekki til með að samþykkja,“ segir Katrín.Fjöldi manns kom saman við húsnæði ríkissáttasemjara í síðustu viku til að sýna ljósmæðrum stuðning. Boðað hefur verið til annars stuðningsfundar við húsnæði ríkissáttasemjara fyrir fundinn í dag.Vísir/HrundSama launahækkun á borðinu en vilja auknar fjárveitingar frá velferðarráðuneyti inn í stofnanasamninga Hún segir formann samninganefndar ríkisins vita að ljósmæður hafi lagt fram sínar lægstu kröfur og að þær séu komnar að sársaukamörkum hvað það varðar. Aðspurð um í hverju kröfur þeirra felist segir Katrín að launahækkunin sem samið var um síðast, í samningi sem ljósmæður felldu, séu þær sömu, það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Auknar fjárheimildir þurfi hins vegar frá velferðarráðuneytinu miðað við síðasta samning til þess að hægt sé að leiðrétta launasetningu ljósmæðra í stofnanasamningum. Í samningnum sem ljósmæður felldu komu til 60 milljónir frá velferðarráðuneytinu sem Katrín segir að hafi verið eyrnamerktar launaleiðréttingu. Sú upphæð sé hins vegar ekki nóg. „Þetta er ein upphæð yfir árið sem deilist inn á tólf stofnanir á 280 ljósmæður. Þetta er ekki nóg til að það verði gerð nein leiðrétting á launakerfum,“ segir Katrín. Katrín vill ekki gefa upp að svo stöddu hversu há upphæð þurfi að koma til frá velferðarráðuneytinu til að mæta megi kröfum ljósmæðra en segir að henni þyki líklegt að þær gefi töluna upp í dag ef samningar nást ekki.Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku.vísir/ernirEf tillögur samninganefndar ríkisins fullnægja kröfum ljósmæðrum sé það frábært Spurð nánar út í hvað felist í því sem ljósmæður kalla leiðréttingu á launakerfum vísar Katrín í breytingu á inntaki ljósmæðrastarfsins og þá staðreynd að ljósmæður lækka í launum frá því sem þær hafa haft sem hjúkrunarfræðingar þegar þær hefja störf sem ljósmæður. „Þegar þú ræður þig inn á einhverja stofnun þá raðastu þar inn í launatöflu eftir menntun og fyrri reynslu og svo framvegis. Þegar það verður svona mikil breyting á störfum, hvaða ráðuneyti sem þau heyra undir, þá hefur fagráðuneytið, því stofnunin heyrir beint undir það en ekki fjármálaráðuneytið, svigrúm til að veita auka fjárveitingu inn á þær stofnanir til að leiðrétta launasetninguna. Þá er fólki raðað inn í töflu á nýjan leik þar sem menntun er gert hærra undir höfði eða álagi eða þeirri breytingu sem hefur orðið á inntaki starfsins, henni er endurraðað inn í töfluna,“ segir Katrín. Fyrr í vikunni var greint frá því að samninganefnd ríkisins ynni að tillögum sem lagðar yrðu fram á fundinum í dag. Snúa tillögurnar að breyttu vinnufyrirkomulagi ljósmæðra. Katrín segir að ef tillögurnar fullnægi þeim kröfum sem ljósmæður hafa sett fram þá sé það frábært. „Við vorum búnar að koma því mjög skýrt fram að þetta væru okkar lokakröfur, það yrði aldrei skrifað undir neitt lægra, þannig að maður átti ekki von á öðru en að þeir myndu þá setja saman tilboð sem myndi fullnægja okkar kröfum og þá þeirra kröfum um breytt vinnufyrirkomulag. En nú verður maður bara að sjá hvort að orð hans Gunnars í fjölmiðlum séu bara til að afvegaleiða þá því mér finnst þetta mjög skrýtið,“ segir Katrín og vísar í orð hans eftir seinasta fund um að kröfur ljósmæðra séu enn of háar. Fundur í deilunni hefst eins og áður segir klukkan 14 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Segir mjög erfiða helgi að baki á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. 9. júlí 2018 15:44 Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í fjölmiðlum að loknum fundinum að kröfur ljósmæðra hefðu verið of dýrar en að ríkið væri tilbúið til að skoða aðra fleti til að leysa mætti deiluna. Katrín segir að ljósmæður hafi verið óhressar með þessi ummæli Gunnars. „Við lögðum fram okkar lokakröfur og við munum ekkert hvika frá þeim. Við erum búin að koma verulega til móts við ríkið og erum búnar að lækka okkar kröfur verulega. Við lögðum þær fram á síðasta fundi og eins og við skildum það þá vildu þeir fá að setja þetta í rauninni í annan búning, setja þetta fram á annan hátt eins og við skildum það. Það var okkur alveg að sársaukalausu,“ segir Katrín en tekur þó fram að ljósmæðrum hafi fundist mjög langt að bíða í tæpa viku eftir næsta samningafundi sem verður í dag klukkan 14. „En svo sem ekkert við því að gera, hann sagði að það væri ekki hægt að vinna þetta hraðar en kemur svo í viðtal strax eftir fundinn þar sem hann segir að kröfur okkar séu enn of háar og óaðgengilegar. Þetta er smekklaust í penasta lagi og vegna þess höfum við verið mjög óhressar. Við reyndum ítrekað síðastliðinn laugardag að fá fundi flýtt því við erum ekki til í að taka þátt í svona skrípaleik. Hann talar um að kalla saman fólk úr fríi til þess að fara að setja saman eitthvað sem hann veit að við komum ekki til með að samþykkja,“ segir Katrín.Fjöldi manns kom saman við húsnæði ríkissáttasemjara í síðustu viku til að sýna ljósmæðrum stuðning. Boðað hefur verið til annars stuðningsfundar við húsnæði ríkissáttasemjara fyrir fundinn í dag.Vísir/HrundSama launahækkun á borðinu en vilja auknar fjárveitingar frá velferðarráðuneyti inn í stofnanasamninga Hún segir formann samninganefndar ríkisins vita að ljósmæður hafi lagt fram sínar lægstu kröfur og að þær séu komnar að sársaukamörkum hvað það varðar. Aðspurð um í hverju kröfur þeirra felist segir Katrín að launahækkunin sem samið var um síðast, í samningi sem ljósmæður felldu, séu þær sömu, það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Auknar fjárheimildir þurfi hins vegar frá velferðarráðuneytinu miðað við síðasta samning til þess að hægt sé að leiðrétta launasetningu ljósmæðra í stofnanasamningum. Í samningnum sem ljósmæður felldu komu til 60 milljónir frá velferðarráðuneytinu sem Katrín segir að hafi verið eyrnamerktar launaleiðréttingu. Sú upphæð sé hins vegar ekki nóg. „Þetta er ein upphæð yfir árið sem deilist inn á tólf stofnanir á 280 ljósmæður. Þetta er ekki nóg til að það verði gerð nein leiðrétting á launakerfum,“ segir Katrín. Katrín vill ekki gefa upp að svo stöddu hversu há upphæð þurfi að koma til frá velferðarráðuneytinu til að mæta megi kröfum ljósmæðra en segir að henni þyki líklegt að þær gefi töluna upp í dag ef samningar nást ekki.Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku.vísir/ernirEf tillögur samninganefndar ríkisins fullnægja kröfum ljósmæðrum sé það frábært Spurð nánar út í hvað felist í því sem ljósmæður kalla leiðréttingu á launakerfum vísar Katrín í breytingu á inntaki ljósmæðrastarfsins og þá staðreynd að ljósmæður lækka í launum frá því sem þær hafa haft sem hjúkrunarfræðingar þegar þær hefja störf sem ljósmæður. „Þegar þú ræður þig inn á einhverja stofnun þá raðastu þar inn í launatöflu eftir menntun og fyrri reynslu og svo framvegis. Þegar það verður svona mikil breyting á störfum, hvaða ráðuneyti sem þau heyra undir, þá hefur fagráðuneytið, því stofnunin heyrir beint undir það en ekki fjármálaráðuneytið, svigrúm til að veita auka fjárveitingu inn á þær stofnanir til að leiðrétta launasetninguna. Þá er fólki raðað inn í töflu á nýjan leik þar sem menntun er gert hærra undir höfði eða álagi eða þeirri breytingu sem hefur orðið á inntaki starfsins, henni er endurraðað inn í töfluna,“ segir Katrín. Fyrr í vikunni var greint frá því að samninganefnd ríkisins ynni að tillögum sem lagðar yrðu fram á fundinum í dag. Snúa tillögurnar að breyttu vinnufyrirkomulagi ljósmæðra. Katrín segir að ef tillögurnar fullnægi þeim kröfum sem ljósmæður hafa sett fram þá sé það frábært. „Við vorum búnar að koma því mjög skýrt fram að þetta væru okkar lokakröfur, það yrði aldrei skrifað undir neitt lægra, þannig að maður átti ekki von á öðru en að þeir myndu þá setja saman tilboð sem myndi fullnægja okkar kröfum og þá þeirra kröfum um breytt vinnufyrirkomulag. En nú verður maður bara að sjá hvort að orð hans Gunnars í fjölmiðlum séu bara til að afvegaleiða þá því mér finnst þetta mjög skrýtið,“ segir Katrín og vísar í orð hans eftir seinasta fund um að kröfur ljósmæðra séu enn of háar. Fundur í deilunni hefst eins og áður segir klukkan 14 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Segir mjög erfiða helgi að baki á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. 9. júlí 2018 15:44 Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Segir mjög erfiða helgi að baki á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. 9. júlí 2018 15:44
Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30