Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 22:48 Rian Johnson, leikstjóri og handritshöfundur Star Wars: The Last Jedi Vísir/Getty Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018 Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018
Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22
Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23
James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15