Vopnaðir skrúfjárni og hamri: Í gæsluvarðhald vegna ráns í verslun í Breiðholti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 15:42 Landsréttur hefur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni, sem ásamt meintum samverkamanni, er grunaður um að hafa framið rán í verslun í Breiðholti. Vísir/ernir Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22