Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum 14. ágúst 2018 15:03 Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. Það verður mikið um dýrðir að venju, leikarar, dansarar og fjöllistafólk verða með uppákomur og íbúar bjóða víða uppá dagskrá í húsagörðum og sundum. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Hátíðin var kynnt við nýja vaðlaug í Hljómskálagarðinum í dag þar sem borgarstjóri tók til máls auk þess sem Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Verkalýðsins buðu upp á sýnishorn af viðburðinum „Lúðrasveitir battla“ sem er á dagskrá hátíðarinnar í ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri upplýsti að það væri þökk sé lúðrasveitum að hann hefði lært að ganga áður en það hefði verið orðið vandræðalega seint. Þetta hefði hann eftir móður sinni. Þannig var að hann hefði ferið mjög feitlagið barn. Hann hefði alist upp í Ósló og ekki verið fyrr en hann heyrði í lúðrasveitum sem hann fór að hreyfa sig, fyrst skríðandi út á göturnar og síðar gangandi.Frá Menningarnótt í fyrra.Fréttablaðið/EyþórSetning Menningarnætur í ár fer fram á hinu nýja Hafnartorgi. Boðið verður upp á lifandi tónlist og gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér svæðið í kringum Hafnartorg og skoða sýningu af svæðinu. Þetta er einstakt tækifæri þar sem svæðinu verður lokað aftur og opnar ekki fyrr en framkvæmdum lýkur. Meðal atriða á Menningarnótt má nefna Toppinn sem er í umsjón Listræna Umbreytisins sem er nýtt embætti Menningarnætur. Listræni Umbreytirinn að þessu sinni er Jóhann Kristófer Stefánsson, leikari. Hann mun breyta efstu hæð bílastæðahússins við Hverfisgötu 20 í „lounge rooftop bar“. Í stað bíla verður fólk, í stað ryks verða plöntur, og í stað umferðarniðs verður dönnuð house tónlist. Lúðrasveitir munu útkljá áratugalangan ríg í battli við Tjörnina og verður barist til síðasta tóns. Þá verða Færeyingar sérlegir gestir Menningarnætur og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, færeyska hönnun, færeyskar ljósmyndir af Færeyjum og færeyskir tónlistarmenn taka lagið. Í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika, Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartý Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og Hip hop tónleikar á Ingólfstorgi. Þá eru yfir hundrað tónlistarviðburðir um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborginni sem bjóða uppá fjölbreytta dagskrá fram á kvöld. Þá verður Harpa með afar glæsilega dagskrá frá kl. 13-18. Flugeldasýningin verður á sínum stað á Austurbakka kl. 23. Á Menningarnótt er sérstök áhersla lögð á að fjölskyldan njóti samveru, komi saman í bæinn og fari heim saman. Hægt er að nálgast alla viðburði á Menningarnótt á vefnum menningarnott.is.Ágæt veðurspá er fyrir laugardaginn.Fréttablaðið/EyþórGötulokanir Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðasvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.Frítt í strætó á Menningarnótt Ókeypis verður í Strætó sem keyrir samkvæmt hefðbundinni leiðartöflu fram til kl. 22.30. Þá tekur við sérstök leiðartafla sem miðar að því að koma fólki hratt og örugglega heim úr miðborginni. Hægt er að finna nánari upplýsingar um leiðarkerfi þeirra vagna Strætó sem aka í miðborgina á vef Strætó. Á Menningarnótt er boðið uppá ókeypis strætóskutlur sem aka reglulega til og frá bílastæðum við Laugardalshöll og Borgartún og að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir síðustu ár en einkunnarorð hennar eru: Leggðu fjær til að komast nær.Aðgengi og þjónusta Sérstök bílastæði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða eru á Skúlagötu, Túngötu og við Tækniskólann. Einnig verður hægt að taka leigubíl inn á Skólavörðuholt, Skúlagötu, Túngötu og BSÍ. Sérstök salerni fyrir fatlaða eru á nokkrum stöðum á hátíðarsvæðinu. Nánari upplýsingar eru á vef Menningarnott.is. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. Það verður mikið um dýrðir að venju, leikarar, dansarar og fjöllistafólk verða með uppákomur og íbúar bjóða víða uppá dagskrá í húsagörðum og sundum. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Hátíðin var kynnt við nýja vaðlaug í Hljómskálagarðinum í dag þar sem borgarstjóri tók til máls auk þess sem Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Verkalýðsins buðu upp á sýnishorn af viðburðinum „Lúðrasveitir battla“ sem er á dagskrá hátíðarinnar í ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri upplýsti að það væri þökk sé lúðrasveitum að hann hefði lært að ganga áður en það hefði verið orðið vandræðalega seint. Þetta hefði hann eftir móður sinni. Þannig var að hann hefði ferið mjög feitlagið barn. Hann hefði alist upp í Ósló og ekki verið fyrr en hann heyrði í lúðrasveitum sem hann fór að hreyfa sig, fyrst skríðandi út á göturnar og síðar gangandi.Frá Menningarnótt í fyrra.Fréttablaðið/EyþórSetning Menningarnætur í ár fer fram á hinu nýja Hafnartorgi. Boðið verður upp á lifandi tónlist og gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér svæðið í kringum Hafnartorg og skoða sýningu af svæðinu. Þetta er einstakt tækifæri þar sem svæðinu verður lokað aftur og opnar ekki fyrr en framkvæmdum lýkur. Meðal atriða á Menningarnótt má nefna Toppinn sem er í umsjón Listræna Umbreytisins sem er nýtt embætti Menningarnætur. Listræni Umbreytirinn að þessu sinni er Jóhann Kristófer Stefánsson, leikari. Hann mun breyta efstu hæð bílastæðahússins við Hverfisgötu 20 í „lounge rooftop bar“. Í stað bíla verður fólk, í stað ryks verða plöntur, og í stað umferðarniðs verður dönnuð house tónlist. Lúðrasveitir munu útkljá áratugalangan ríg í battli við Tjörnina og verður barist til síðasta tóns. Þá verða Færeyingar sérlegir gestir Menningarnætur og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, færeyska hönnun, færeyskar ljósmyndir af Færeyjum og færeyskir tónlistarmenn taka lagið. Í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika, Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartý Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og Hip hop tónleikar á Ingólfstorgi. Þá eru yfir hundrað tónlistarviðburðir um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborginni sem bjóða uppá fjölbreytta dagskrá fram á kvöld. Þá verður Harpa með afar glæsilega dagskrá frá kl. 13-18. Flugeldasýningin verður á sínum stað á Austurbakka kl. 23. Á Menningarnótt er sérstök áhersla lögð á að fjölskyldan njóti samveru, komi saman í bæinn og fari heim saman. Hægt er að nálgast alla viðburði á Menningarnótt á vefnum menningarnott.is.Ágæt veðurspá er fyrir laugardaginn.Fréttablaðið/EyþórGötulokanir Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðasvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.Frítt í strætó á Menningarnótt Ókeypis verður í Strætó sem keyrir samkvæmt hefðbundinni leiðartöflu fram til kl. 22.30. Þá tekur við sérstök leiðartafla sem miðar að því að koma fólki hratt og örugglega heim úr miðborginni. Hægt er að finna nánari upplýsingar um leiðarkerfi þeirra vagna Strætó sem aka í miðborgina á vef Strætó. Á Menningarnótt er boðið uppá ókeypis strætóskutlur sem aka reglulega til og frá bílastæðum við Laugardalshöll og Borgartún og að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir síðustu ár en einkunnarorð hennar eru: Leggðu fjær til að komast nær.Aðgengi og þjónusta Sérstök bílastæði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða eru á Skúlagötu, Túngötu og við Tækniskólann. Einnig verður hægt að taka leigubíl inn á Skólavörðuholt, Skúlagötu, Túngötu og BSÍ. Sérstök salerni fyrir fatlaða eru á nokkrum stöðum á hátíðarsvæðinu. Nánari upplýsingar eru á vef Menningarnott.is.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira