Samfélagsspegill og spé Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 06:00 "Vissulega tekur hann mikið pláss,“ segir Páll um vin sinn Kóp. Fréttablaðið/Stefán „Það hefur verið dálítill vandi að skilgreina bókina fyrir fólki, sumir halda að hún sé barnabók og aðrir að hún sé dýrabók. En hún er bara svolítill samfélagsspegill, spjall og spé um daginn og veginn,“ segir Páll Benediktsson, fyrrverandi fréttamaður um nýútkomna bók sína, Kópur, Mjási, Birna & ég. Hvolpurinn Kópur er þar í aðalhlutverki og kemur með innlegg í umræðuna. „Sem fyrrverandi fréttamaður þekki ég að það er gott að geta látið aðra um að hafa skoðanir, sem maður ber þá ekki sjálfur ábyrgð á,“ útskýrir Páll kankvís. Páll segir kveikjuna að bókinni þá að hann og Birna kona hans hafi verið í Fésbókarhóp með fólki sem fékk hvolpa úr sama goti og Kópur þeirra. „Ég fór að skrifa pistla inn í þessa grúppu um lífið á heimilinu og utan þess og þar hafði Kópur líka rödd. Þetta tómstundagaman mitt óx og ég fékk hvatningu til að gefa efnið út. Upp úr því fór ég að máta það í bók.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. „Eins og fram kemur í bókinni tók konan mín aðalábyrgðina á þjálfun Kóps, var með hann á námskeiðum og æfingum,“ segir Páll. „Ég var svona að dingla í kring og hafði svo sem ekkert annað að gera en mynda, bara til að stytta mér stundir.“ Kópur er viðeigandi nafn, eftir myndum að dæma. Labradorhöfuðið líkist dálítið sel. Páll segir Birnu áður hafa átt afbragðshund með Kópsnafninu, svo þau hafi líka verið að koma upp nafni hunds sem var löngu genginn. Hann viðurkennir að Kópur sé stórt númer á heimilinu. „En Mjási, kötturinn sem fyrir var, er samt númer eitt og gerði Kóp strax grein fyrir því. Krakkarnir okkar segja samt stundum að Kópur sé gulldrengur og barnabörnin komist varla að því allt snúist um hundinn. Vissulega tekur hann mikið pláss, er kátur og rosalega skemmtilegur.“ Þótt oftast sé grínið í fyrirrúmi í bókinni er pínu tónn öðru hverju sem ýtir málstað hundaeigenda fram. „Aðstaðan fyrir hunda í borginni er ekki góð, þeir eru borgarar sem hafa verið sniðgengnir. Það eru 5 til 6.000 hundar á höfuðborgarsvæðinu en eiginlega bara þrjú svæði sem þeir mega hlaupa frjálsir um,“ segir hann. Bendir einnig á að aðgengi að veitingastöðum sé takmarkað og að koma með hunda til landsins taki uppundir ár vegna strangra reglna. „Við Kópur vekjum athygli á þessu,“ segir hann. „En reynum að gera það á léttan hátt.“ Brot úr kaflaFyrsta helgin var viðburðarrík hjá Kóp enda leggur Birna ofuráherslu á að umhverfisvenja hann. Við fórum í margar heimsóknir og ótrúlegur fjöldi fólks kom í heimsókn að skoða litla dúlluhvolpinn. Það margir að ég fór að velta fyrir mér hvers vegna allt liðið hefði ekki komið mánuðum og árum saman til að hitta bara mig? eða Birnu? Eða okkur bæði? Við erum þó nokkrar dúllur líka! Og hvað á ég að gera þegar Kópur verður orðinn stór og óinteressant og fólk hættir að koma? Kaupa annan hvolp? Talandi páfagauk? Eða flóðhest? Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Það hefur verið dálítill vandi að skilgreina bókina fyrir fólki, sumir halda að hún sé barnabók og aðrir að hún sé dýrabók. En hún er bara svolítill samfélagsspegill, spjall og spé um daginn og veginn,“ segir Páll Benediktsson, fyrrverandi fréttamaður um nýútkomna bók sína, Kópur, Mjási, Birna & ég. Hvolpurinn Kópur er þar í aðalhlutverki og kemur með innlegg í umræðuna. „Sem fyrrverandi fréttamaður þekki ég að það er gott að geta látið aðra um að hafa skoðanir, sem maður ber þá ekki sjálfur ábyrgð á,“ útskýrir Páll kankvís. Páll segir kveikjuna að bókinni þá að hann og Birna kona hans hafi verið í Fésbókarhóp með fólki sem fékk hvolpa úr sama goti og Kópur þeirra. „Ég fór að skrifa pistla inn í þessa grúppu um lífið á heimilinu og utan þess og þar hafði Kópur líka rödd. Þetta tómstundagaman mitt óx og ég fékk hvatningu til að gefa efnið út. Upp úr því fór ég að máta það í bók.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. „Eins og fram kemur í bókinni tók konan mín aðalábyrgðina á þjálfun Kóps, var með hann á námskeiðum og æfingum,“ segir Páll. „Ég var svona að dingla í kring og hafði svo sem ekkert annað að gera en mynda, bara til að stytta mér stundir.“ Kópur er viðeigandi nafn, eftir myndum að dæma. Labradorhöfuðið líkist dálítið sel. Páll segir Birnu áður hafa átt afbragðshund með Kópsnafninu, svo þau hafi líka verið að koma upp nafni hunds sem var löngu genginn. Hann viðurkennir að Kópur sé stórt númer á heimilinu. „En Mjási, kötturinn sem fyrir var, er samt númer eitt og gerði Kóp strax grein fyrir því. Krakkarnir okkar segja samt stundum að Kópur sé gulldrengur og barnabörnin komist varla að því allt snúist um hundinn. Vissulega tekur hann mikið pláss, er kátur og rosalega skemmtilegur.“ Þótt oftast sé grínið í fyrirrúmi í bókinni er pínu tónn öðru hverju sem ýtir málstað hundaeigenda fram. „Aðstaðan fyrir hunda í borginni er ekki góð, þeir eru borgarar sem hafa verið sniðgengnir. Það eru 5 til 6.000 hundar á höfuðborgarsvæðinu en eiginlega bara þrjú svæði sem þeir mega hlaupa frjálsir um,“ segir hann. Bendir einnig á að aðgengi að veitingastöðum sé takmarkað og að koma með hunda til landsins taki uppundir ár vegna strangra reglna. „Við Kópur vekjum athygli á þessu,“ segir hann. „En reynum að gera það á léttan hátt.“ Brot úr kaflaFyrsta helgin var viðburðarrík hjá Kóp enda leggur Birna ofuráherslu á að umhverfisvenja hann. Við fórum í margar heimsóknir og ótrúlegur fjöldi fólks kom í heimsókn að skoða litla dúlluhvolpinn. Það margir að ég fór að velta fyrir mér hvers vegna allt liðið hefði ekki komið mánuðum og árum saman til að hitta bara mig? eða Birnu? Eða okkur bæði? Við erum þó nokkrar dúllur líka! Og hvað á ég að gera þegar Kópur verður orðinn stór og óinteressant og fólk hættir að koma? Kaupa annan hvolp? Talandi páfagauk? Eða flóðhest?
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira