Stjórnarskrá Íslands sker sig úr varðandi skort á framsalsheimildum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Björg Thorarensen prófessor við HÍ. Háskóli Íslands „Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
„Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira