Nash, Kidd, Hill og Allen orðnir meðlimir frægðarhallarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 8. september 2018 11:30 Ray Allen var meðal þeirra sem teknir voru inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gærkvöldi Vísir/Getty Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira