Vildi þyngja fiskinn en endaði með dragúldið dýrafóður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. september 2018 07:00 Hinn illþefjandi fiskur endaði að mestu í dýrafóðri. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna „hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014. Hjálparefni þessu, N242, var ætlað að þyngja fiskinn sem Tor hugðist selja kaupendum erlendis. Framkvæmdastjóri Tors fullyrti fyrir dómi að slíkt væri gert í samráði við kaupendur. Fyrsta framleiðsla Tors með efninu frá Kötlu var send til Englands í nóvember 2014 en kaupandinn, Seafood Holdings, neitaði að taka við vörunni þar sem hún væri óhæf til neyslu. Kvartaði kaupandinn yfir megnri ammoníakslykt af fiskinum. Tjónið hafi numið milljónum og Seafood Holdings dregið verulega úr viðskiptum sínum við Tor í kjölfarið. Tor taldi ljóst að efnið sem Katla seldi þeim til að þyngja fiskinn hefði verið gallað. Forsvarsmenn Kötlu bentu á að fráleitt væri að kenna þeim um tjónið og veltu fyrir sér hvort aðrar skýringar væru á: „Stefnanda [Tor, innsk. blm.] hafi auðvitað verið vandkvæðalaust að skýra hinum erlenda viðskiptaaðila, sem hann kveðst hafa átt í viðskiptum við í um tvö ár, frá því að stefnandi hefði þarna notað hjálparefni frá öðrum birgi en áður og að eftirleiðis yrði notað sama hjálparefni og fyrr hefði verið notað, nema ef vera skyldi að stefnandi hafi haldið því leyndu fyrir hinum erlenda viðskiptaaðila að hann væri að nota slíkt hjálparefni í fiskinn og hinn erlendi aðili brugðist ókvæða við er upplýst hafi verið um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna „hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014. Hjálparefni þessu, N242, var ætlað að þyngja fiskinn sem Tor hugðist selja kaupendum erlendis. Framkvæmdastjóri Tors fullyrti fyrir dómi að slíkt væri gert í samráði við kaupendur. Fyrsta framleiðsla Tors með efninu frá Kötlu var send til Englands í nóvember 2014 en kaupandinn, Seafood Holdings, neitaði að taka við vörunni þar sem hún væri óhæf til neyslu. Kvartaði kaupandinn yfir megnri ammoníakslykt af fiskinum. Tjónið hafi numið milljónum og Seafood Holdings dregið verulega úr viðskiptum sínum við Tor í kjölfarið. Tor taldi ljóst að efnið sem Katla seldi þeim til að þyngja fiskinn hefði verið gallað. Forsvarsmenn Kötlu bentu á að fráleitt væri að kenna þeim um tjónið og veltu fyrir sér hvort aðrar skýringar væru á: „Stefnanda [Tor, innsk. blm.] hafi auðvitað verið vandkvæðalaust að skýra hinum erlenda viðskiptaaðila, sem hann kveðst hafa átt í viðskiptum við í um tvö ár, frá því að stefnandi hefði þarna notað hjálparefni frá öðrum birgi en áður og að eftirleiðis yrði notað sama hjálparefni og fyrr hefði verið notað, nema ef vera skyldi að stefnandi hafi haldið því leyndu fyrir hinum erlenda viðskiptaaðila að hann væri að nota slíkt hjálparefni í fiskinn og hinn erlendi aðili brugðist ókvæða við er upplýst hafi verið um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira