Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 11:02 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi. Vísir Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016. Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016.
Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37
Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18
Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36