Formaður VR sakar SA um ábyrgðalaust tal í launamálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VISIR/EGILL Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54
SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00